Innlent

Ein sending fyrir 1,8 milljarða

Actavis í Hafnarfirði getur framleitt 1,5 milljarða taflna á ári. Starfsmenn eru 750. mynd/actavis
Actavis í Hafnarfirði getur framleitt 1,5 milljarða taflna á ári. Starfsmenn eru 750. mynd/actavis
Actavis og dótturfyrirtæki þess Medis sendu um mánaðamótin lyf til Evrópu fyrir tæpa tvo milljarða króna, en um er að ræða eina stærstu markaðssetningu fyrirtækjanna frá upphafi. Lyfið er blóðfitulækkandi og ber nafnið Atorvastatín, og keppir við mest selda lyf í heimi sem lyfjarisinn Pfizer framleiðir og selur.

Þetta kemur fram í frétt frá Actavis en sala á Atorvastatíni hófst á nokkrum stöðum í Evrópu um mánaðamótin. Unnið hefur verið að framleiðslu lyfsins og pökkun í verksmiðju Actavis í Hafnarfirði undanfarna mánuði en lyfið mátti ekki fara í almenna sölu á viðkomandi mörkuðum áður en einkaleyfi Pfizer féll úr gildi.

Atorvastatín var þróað hjá þróunareiningu Actavis á Íslandi, en samanlagt verðmæti sendinganna á vegum Actavis og Medis er um 1,8 milljarðar króna. Til að tryggja að lyfið kæmist á markað á fyrsta degi, eftir að einkaleyfið féll úr gildi, varð að senda mikið magn með flugi, eða rúmlega eitt þúsund bretti, en rúmlega 600 voru flutt með skipi.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×