Nasatónleikar GusGus á DVD 21. maí 2012 14:00 „Okkur þótti viðeigandi að skrásetja þessa tónleika og gefa út fyrir aðdáendur okkar til að eiga," segir Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi veira, meðlimur sveitarinnar GusGus sem tók upp tónleika sína á Nasa um síðustu helgi. Tónleikarnir koma svo út á DVD-diski með haustinu í takmörkuðu upplagi. GusGus, sem telur einnig Urði Hákonardóttur, Daníel Ágúst Haraldsson, Stephan Stephansen og Högna Egilsson sem meðlimi, hefur verið ein vinsælasta tónleikasveit síðari ára. Birgir segir þau lengi hafa viljað festa tónleika sína á filmu og fundist það kjörið tækifæri núna. „Þessir tónleikar marka ákveðin tímamót fyrir okkur þar sem þetta voru síðustu tónleikar okkar á skemmtistaðnum Nasa. Það má segja að sveitin hafi orðið til í núverandi mynd á Nasa á sínum tíma. Ég á ekki von á því að við spilum aftur í Reykjavík á árinu," segir Birgir og spurður af hverju svarar hann: „Það er enginn staður fyrir sveit eins og okkur núna. Við höfum spilað á mörgum ógleymanlegum tónleikum þar í gegnum tíðina og mér fannst mjög sorglegt að koma fram á Nasa í seinasta sinn um síðustu helgi." Tónleikarnir voru vel heppnaðir og fullt hús eins og venja er hjá sveitinni. Arabian Horse var ein vinsælasta plata seinasta árs en Birgir segir þau nú fara að vinna í nýju efni. „Við förum að snúa okkur að öðru. Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar og gaman að eiga þá á filmu." -áp Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Okkur þótti viðeigandi að skrásetja þessa tónleika og gefa út fyrir aðdáendur okkar til að eiga," segir Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi veira, meðlimur sveitarinnar GusGus sem tók upp tónleika sína á Nasa um síðustu helgi. Tónleikarnir koma svo út á DVD-diski með haustinu í takmörkuðu upplagi. GusGus, sem telur einnig Urði Hákonardóttur, Daníel Ágúst Haraldsson, Stephan Stephansen og Högna Egilsson sem meðlimi, hefur verið ein vinsælasta tónleikasveit síðari ára. Birgir segir þau lengi hafa viljað festa tónleika sína á filmu og fundist það kjörið tækifæri núna. „Þessir tónleikar marka ákveðin tímamót fyrir okkur þar sem þetta voru síðustu tónleikar okkar á skemmtistaðnum Nasa. Það má segja að sveitin hafi orðið til í núverandi mynd á Nasa á sínum tíma. Ég á ekki von á því að við spilum aftur í Reykjavík á árinu," segir Birgir og spurður af hverju svarar hann: „Það er enginn staður fyrir sveit eins og okkur núna. Við höfum spilað á mörgum ógleymanlegum tónleikum þar í gegnum tíðina og mér fannst mjög sorglegt að koma fram á Nasa í seinasta sinn um síðustu helgi." Tónleikarnir voru vel heppnaðir og fullt hús eins og venja er hjá sveitinni. Arabian Horse var ein vinsælasta plata seinasta árs en Birgir segir þau nú fara að vinna í nýju efni. „Við förum að snúa okkur að öðru. Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar og gaman að eiga þá á filmu." -áp
Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira