Nasatónleikar GusGus á DVD 21. maí 2012 14:00 „Okkur þótti viðeigandi að skrásetja þessa tónleika og gefa út fyrir aðdáendur okkar til að eiga," segir Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi veira, meðlimur sveitarinnar GusGus sem tók upp tónleika sína á Nasa um síðustu helgi. Tónleikarnir koma svo út á DVD-diski með haustinu í takmörkuðu upplagi. GusGus, sem telur einnig Urði Hákonardóttur, Daníel Ágúst Haraldsson, Stephan Stephansen og Högna Egilsson sem meðlimi, hefur verið ein vinsælasta tónleikasveit síðari ára. Birgir segir þau lengi hafa viljað festa tónleika sína á filmu og fundist það kjörið tækifæri núna. „Þessir tónleikar marka ákveðin tímamót fyrir okkur þar sem þetta voru síðustu tónleikar okkar á skemmtistaðnum Nasa. Það má segja að sveitin hafi orðið til í núverandi mynd á Nasa á sínum tíma. Ég á ekki von á því að við spilum aftur í Reykjavík á árinu," segir Birgir og spurður af hverju svarar hann: „Það er enginn staður fyrir sveit eins og okkur núna. Við höfum spilað á mörgum ógleymanlegum tónleikum þar í gegnum tíðina og mér fannst mjög sorglegt að koma fram á Nasa í seinasta sinn um síðustu helgi." Tónleikarnir voru vel heppnaðir og fullt hús eins og venja er hjá sveitinni. Arabian Horse var ein vinsælasta plata seinasta árs en Birgir segir þau nú fara að vinna í nýju efni. „Við förum að snúa okkur að öðru. Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar og gaman að eiga þá á filmu." -áp Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Okkur þótti viðeigandi að skrásetja þessa tónleika og gefa út fyrir aðdáendur okkar til að eiga," segir Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi veira, meðlimur sveitarinnar GusGus sem tók upp tónleika sína á Nasa um síðustu helgi. Tónleikarnir koma svo út á DVD-diski með haustinu í takmörkuðu upplagi. GusGus, sem telur einnig Urði Hákonardóttur, Daníel Ágúst Haraldsson, Stephan Stephansen og Högna Egilsson sem meðlimi, hefur verið ein vinsælasta tónleikasveit síðari ára. Birgir segir þau lengi hafa viljað festa tónleika sína á filmu og fundist það kjörið tækifæri núna. „Þessir tónleikar marka ákveðin tímamót fyrir okkur þar sem þetta voru síðustu tónleikar okkar á skemmtistaðnum Nasa. Það má segja að sveitin hafi orðið til í núverandi mynd á Nasa á sínum tíma. Ég á ekki von á því að við spilum aftur í Reykjavík á árinu," segir Birgir og spurður af hverju svarar hann: „Það er enginn staður fyrir sveit eins og okkur núna. Við höfum spilað á mörgum ógleymanlegum tónleikum þar í gegnum tíðina og mér fannst mjög sorglegt að koma fram á Nasa í seinasta sinn um síðustu helgi." Tónleikarnir voru vel heppnaðir og fullt hús eins og venja er hjá sveitinni. Arabian Horse var ein vinsælasta plata seinasta árs en Birgir segir þau nú fara að vinna í nýju efni. „Við förum að snúa okkur að öðru. Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar og gaman að eiga þá á filmu." -áp
Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“