Fullkomið frelsi á hjólunum 12. maí 2012 11:00 Þegar Unnar Jón Kristjánsson var farinn að eyða flestum góðviðrisdögum á mótorhjólinu ákvað eiginkonan að það væri kominn tími til að slást í för með honum. Hún keypti sér líka hjól og síðan hafa þau brunað saman um sveitir Suðurlands, hvenær sem færi gefst. Fréttablaðið/Vilhelm Þegar hjónin Unnar Jón Kristjánsson og Guðný Einarsdóttir vilja eiga góða stund saman fara þau ekki út að borða, ganga á fjöll, eða horfa á vídeó eins og mörg önnur hjón. Þau klæða sig í leðurgalla, setja upp hjálma og bruna saman um sveitir Suðurlands á samstæðum mótorhjólum sínum. Þau hjónin eru bæði virkir meðlimir í Postulunum, Bifhjólasamtökum Suðurlands, þar sem frúin gegnir formennsku. Þau taka á móti blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins á heimili sínu í Hveragerði, íklædd svörtum íþróttapeysum merktum Postulunum. Það er greinilegt á klæðaburðinum og glansandi Suzuki-hjólunum í innkeyrslunni hvaða lífsstíll á hug þeirra allan. Hjóla saman og hafa gamanBifhjólasamtök skapa ósjálfrátt hugsanatengsl við skipulagða glæpastarfsemi. Glæpir eru þó eins fjarri starfsemi Postulanna og hugsast getur. Eitt helsta markmið þeirra, fyrir utan að hjóla saman og hafa gaman, er að stunda góðgerðastarfsemi að ýmsu tagi. Unnar: Allt heiðvirt fólk er á móti glæpum, hvort sem það keyrir um á hjólum eða ekki. Það er ægilega leiðinlegt að vélhjólasamtök skuli svo oft vera tengd við glæpastarfsemi og skekkir rosalega ímynd okkar. Þeir sem eru að stunda glæpi verða bara að eiga það við sjálfa sig. Það er ekkert tengt því sem við erum að gera. Við erum bara venjulegt fólk. Guðný: Svo er það auðvitað okkar að skapa okkar eigin ímynd. Það skapar hana enginn fyrir okkur. Í Postulunum eru 160 manns, þar af 28 konur. Mestmegnis er þetta fjölskyldufólk á aldrinum 30 til 80 ára. Unnar: Uppistaðan hjá okkur, rétt eins og í flestum bifhjólaklúbbum, er bara venjulegt fólk. Þegar þú sérð manneskju í mótorhjólaklæðnaði getur það verið læknir, lögfræðingur, hafnarverkamaður, kona eða karl, afi eða amma. Þetta er bara venjulegt fólk sem hefur gaman af því að hjóla. Þau segjast hvorugt upplifa að fólk óttist þau eða forðist að mæta þeim að kvöldi til, þrátt fyrir svarta leðurgallana og hávær hjólin. Unnar: Það er frekar öfugt, að fólk komi til manns og spjalli við mann, trúi manni jafnvel fyrir því að það hafi alltaf dreymt um að kaupa sér hjól. Viðhorfið gagnvart okkur er almennt bara mjög gott, sérstaklega hérna á Suðurlandi, þar sem margir vita hvað við stöndum fyrir. Fullkomið frelsiÞau Unnar og Guðný segja það ólýsanlega góða tilfinningu, að aka um á mótorhjóli. Unnar: Þetta er algjört frelsi. Það er dálítið erfitt að koma orðum að því hver tilfinningin er, maður verður eiginlega bara að prófa. Guðný: Þú skynjar eiginlega náttúruna með nefinu þegar þú hjólar. Þú finnur sjávarlyktina og ilminn af nýslegnu grasi. Þetta er mjög sterk upplifun. Þegar þú ert að keyra í bíl sérðu bara, en skynjar ekki á sama hátt og þegar þú ert að hjóla. Unnar: Já, þetta er allt öðruvísi en að keyra í bíl, þegar þú ert kannski með miðstöðina í gangi og útvarpið á fullu. Á hjólinu ertu bara einn með sjálfum þér og þínum hugsunum. Þau Unnar og Guðný eru sammála um að flestir ökumenn sýni bifhjólamönnum tillitssemi, þó að hið gagnstæða komi fyrir. Unnar: Níutíu prósent ökumanna eru mjög tillitssöm og halda sína leið án þess að það hafi áhrif á okkur. Við höfum samt lent í því að fólk svíni vísvitandi fyrir okkur. Guðný: Það gerist líka stundum af því við sjáumst svo illa. Það er algengara að fólk svíni óvart fyrir okkur, heldur en viljandi. Það ætla sér fáir að keyra einhvern niður. Unnar: Ég hef það fyrir mottó að treysta engum nema sjálfum mér í umferðinni. Það hefur reynst mér vel. Ég passa mig líka alltaf á því að fara varlega í kringum hestafólk, því hestarnir geta fælst, greyin. Í Reykjavík þarf maður svo að passa sig sérstaklega á því að vera ekki keyrður út í kant, þegar bílar eru að reyna að komast upp að hliðinni á manni. Góðgerðirnar mikilvægarGuðný er formaður Postulanna og heldur sem slíkur utan um allt starf Postulanna, skipuleggur uppákomur með öðrum stjórnarmeðlimum og leitar styrkja, fyrir þau góðgerðaverkefni sem klúbburinn vinnur í hverju sinni. Hópurinn hittist mjög reglulega, sérstaklega yfir sumartímann. Guðný: Á sumrin hittumst við á hverju einasta þriðjudagskvöldi, hjólum saman og förum svo yfirleitt eitthvert og fáum okkur kaffi. Unnar: Hér á Suðurlandinu er svo falleg náttúra og það eru svo margir litlir og huggulegir kaffistaðir hér um allar sveitir, sem gaman er að stoppa á. Guðný: Þann 16. júní förum við í eina af okkar uppáhaldsferðum, þegar við heimsækjum hann Má Sigurðsson, gæslumann á Geysi. Hann er heiðursmaður í Postulunum, gamall hjólamaður sjálfur sem býður árlega öllum bifhjólamönnum í kaffi og með því. Þetta er æðisleg ferð. Á meðal þeirra góðgerðaverkefna sem Postularnir taka þátt í er að keyra með ungmenni á Selfossi á 17. júní, sem jafnan vekur mikla lukku, og svo heimsækja þau Sólheima árlega, þeim sjálfum og heimilisfólki til mikillar ánægju. Guðný: Á Sólheimum bíður fólkið allt árið eftir að við komum. En þessi ferð er ekki síður skemmtileg fyrir okkur en þau. Það er ofsalega gaman að heimsækja Sólheima og sjá gleðina skína úr hverju andliti. Fyrir jólin kaupa þau svo gjafir fyrir efnalítil börn, sem þau færa kirkjunni innpakkaðar fyrir jólin. Þau hjónin eru sammála um að góðgerðastarfsemin sé mikilvægur þáttur í starfsemi Postulanna. Guðný:„Það gefur okkur ofsalega mikið að gera þetta.“ Unnar:„Já, það er alltaf gott að gefa aftur til samfélagsins.“ Meiri háttar samveraEigið þið langt samband að baki, hjónin, og hafið þið alltaf verið svona samstíga í áhugamálunum? Guðny: Hvað erum við búin að vera saman lengi? Unnar: Já, nú þarf að telja… Guðný: Þetta eru 25 ár. Við eigum tvö börn og eitt barnabarn. Unnar: Það tók mig 17 ár með hvolpaaugun að eignast mótorhjól. Ég þurfti að leggjast í gólfið liggur við. Guðný: Ég var alveg drulluhrædd við svona mótorhjól. Þau höfðu alltaf verið drápstæki í mínum augum. Unnar: Ég lét svo loksins gamlan draum rætast árið 2004, fór á eBay og keypti mér hjól. Guðný: En ég þorði aldrei að vera aftan á. Unnar: Við byrjuðum einmitt á að prófa það. En þegar ég ætlaði að voga mér út á þjóðveginn fékk ég bara bank í hjálminn og varð að snúa við. Guðný: Já, ég verð að stjórna ferðinni sjálf. Svo keypti ég mér hjól árið 2007, þegar ég var farin að vera alltof oft ein heima á góðviðrisdögum, þegar hann var úti að hjóla. Þá sá ég að það var annað hvort að hjóla með, eða finna sér annað áhugamál. Unnar: Það er svo skemmtilegt að hún skyldi fara út í þetta líka. Það er meiri háttar frábært að vera saman í þessu. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Þegar hjónin Unnar Jón Kristjánsson og Guðný Einarsdóttir vilja eiga góða stund saman fara þau ekki út að borða, ganga á fjöll, eða horfa á vídeó eins og mörg önnur hjón. Þau klæða sig í leðurgalla, setja upp hjálma og bruna saman um sveitir Suðurlands á samstæðum mótorhjólum sínum. Þau hjónin eru bæði virkir meðlimir í Postulunum, Bifhjólasamtökum Suðurlands, þar sem frúin gegnir formennsku. Þau taka á móti blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins á heimili sínu í Hveragerði, íklædd svörtum íþróttapeysum merktum Postulunum. Það er greinilegt á klæðaburðinum og glansandi Suzuki-hjólunum í innkeyrslunni hvaða lífsstíll á hug þeirra allan. Hjóla saman og hafa gamanBifhjólasamtök skapa ósjálfrátt hugsanatengsl við skipulagða glæpastarfsemi. Glæpir eru þó eins fjarri starfsemi Postulanna og hugsast getur. Eitt helsta markmið þeirra, fyrir utan að hjóla saman og hafa gaman, er að stunda góðgerðastarfsemi að ýmsu tagi. Unnar: Allt heiðvirt fólk er á móti glæpum, hvort sem það keyrir um á hjólum eða ekki. Það er ægilega leiðinlegt að vélhjólasamtök skuli svo oft vera tengd við glæpastarfsemi og skekkir rosalega ímynd okkar. Þeir sem eru að stunda glæpi verða bara að eiga það við sjálfa sig. Það er ekkert tengt því sem við erum að gera. Við erum bara venjulegt fólk. Guðný: Svo er það auðvitað okkar að skapa okkar eigin ímynd. Það skapar hana enginn fyrir okkur. Í Postulunum eru 160 manns, þar af 28 konur. Mestmegnis er þetta fjölskyldufólk á aldrinum 30 til 80 ára. Unnar: Uppistaðan hjá okkur, rétt eins og í flestum bifhjólaklúbbum, er bara venjulegt fólk. Þegar þú sérð manneskju í mótorhjólaklæðnaði getur það verið læknir, lögfræðingur, hafnarverkamaður, kona eða karl, afi eða amma. Þetta er bara venjulegt fólk sem hefur gaman af því að hjóla. Þau segjast hvorugt upplifa að fólk óttist þau eða forðist að mæta þeim að kvöldi til, þrátt fyrir svarta leðurgallana og hávær hjólin. Unnar: Það er frekar öfugt, að fólk komi til manns og spjalli við mann, trúi manni jafnvel fyrir því að það hafi alltaf dreymt um að kaupa sér hjól. Viðhorfið gagnvart okkur er almennt bara mjög gott, sérstaklega hérna á Suðurlandi, þar sem margir vita hvað við stöndum fyrir. Fullkomið frelsiÞau Unnar og Guðný segja það ólýsanlega góða tilfinningu, að aka um á mótorhjóli. Unnar: Þetta er algjört frelsi. Það er dálítið erfitt að koma orðum að því hver tilfinningin er, maður verður eiginlega bara að prófa. Guðný: Þú skynjar eiginlega náttúruna með nefinu þegar þú hjólar. Þú finnur sjávarlyktina og ilminn af nýslegnu grasi. Þetta er mjög sterk upplifun. Þegar þú ert að keyra í bíl sérðu bara, en skynjar ekki á sama hátt og þegar þú ert að hjóla. Unnar: Já, þetta er allt öðruvísi en að keyra í bíl, þegar þú ert kannski með miðstöðina í gangi og útvarpið á fullu. Á hjólinu ertu bara einn með sjálfum þér og þínum hugsunum. Þau Unnar og Guðný eru sammála um að flestir ökumenn sýni bifhjólamönnum tillitssemi, þó að hið gagnstæða komi fyrir. Unnar: Níutíu prósent ökumanna eru mjög tillitssöm og halda sína leið án þess að það hafi áhrif á okkur. Við höfum samt lent í því að fólk svíni vísvitandi fyrir okkur. Guðný: Það gerist líka stundum af því við sjáumst svo illa. Það er algengara að fólk svíni óvart fyrir okkur, heldur en viljandi. Það ætla sér fáir að keyra einhvern niður. Unnar: Ég hef það fyrir mottó að treysta engum nema sjálfum mér í umferðinni. Það hefur reynst mér vel. Ég passa mig líka alltaf á því að fara varlega í kringum hestafólk, því hestarnir geta fælst, greyin. Í Reykjavík þarf maður svo að passa sig sérstaklega á því að vera ekki keyrður út í kant, þegar bílar eru að reyna að komast upp að hliðinni á manni. Góðgerðirnar mikilvægarGuðný er formaður Postulanna og heldur sem slíkur utan um allt starf Postulanna, skipuleggur uppákomur með öðrum stjórnarmeðlimum og leitar styrkja, fyrir þau góðgerðaverkefni sem klúbburinn vinnur í hverju sinni. Hópurinn hittist mjög reglulega, sérstaklega yfir sumartímann. Guðný: Á sumrin hittumst við á hverju einasta þriðjudagskvöldi, hjólum saman og förum svo yfirleitt eitthvert og fáum okkur kaffi. Unnar: Hér á Suðurlandinu er svo falleg náttúra og það eru svo margir litlir og huggulegir kaffistaðir hér um allar sveitir, sem gaman er að stoppa á. Guðný: Þann 16. júní förum við í eina af okkar uppáhaldsferðum, þegar við heimsækjum hann Má Sigurðsson, gæslumann á Geysi. Hann er heiðursmaður í Postulunum, gamall hjólamaður sjálfur sem býður árlega öllum bifhjólamönnum í kaffi og með því. Þetta er æðisleg ferð. Á meðal þeirra góðgerðaverkefna sem Postularnir taka þátt í er að keyra með ungmenni á Selfossi á 17. júní, sem jafnan vekur mikla lukku, og svo heimsækja þau Sólheima árlega, þeim sjálfum og heimilisfólki til mikillar ánægju. Guðný: Á Sólheimum bíður fólkið allt árið eftir að við komum. En þessi ferð er ekki síður skemmtileg fyrir okkur en þau. Það er ofsalega gaman að heimsækja Sólheima og sjá gleðina skína úr hverju andliti. Fyrir jólin kaupa þau svo gjafir fyrir efnalítil börn, sem þau færa kirkjunni innpakkaðar fyrir jólin. Þau hjónin eru sammála um að góðgerðastarfsemin sé mikilvægur þáttur í starfsemi Postulanna. Guðný:„Það gefur okkur ofsalega mikið að gera þetta.“ Unnar:„Já, það er alltaf gott að gefa aftur til samfélagsins.“ Meiri háttar samveraEigið þið langt samband að baki, hjónin, og hafið þið alltaf verið svona samstíga í áhugamálunum? Guðny: Hvað erum við búin að vera saman lengi? Unnar: Já, nú þarf að telja… Guðný: Þetta eru 25 ár. Við eigum tvö börn og eitt barnabarn. Unnar: Það tók mig 17 ár með hvolpaaugun að eignast mótorhjól. Ég þurfti að leggjast í gólfið liggur við. Guðný: Ég var alveg drulluhrædd við svona mótorhjól. Þau höfðu alltaf verið drápstæki í mínum augum. Unnar: Ég lét svo loksins gamlan draum rætast árið 2004, fór á eBay og keypti mér hjól. Guðný: En ég þorði aldrei að vera aftan á. Unnar: Við byrjuðum einmitt á að prófa það. En þegar ég ætlaði að voga mér út á þjóðveginn fékk ég bara bank í hjálminn og varð að snúa við. Guðný: Já, ég verð að stjórna ferðinni sjálf. Svo keypti ég mér hjól árið 2007, þegar ég var farin að vera alltof oft ein heima á góðviðrisdögum, þegar hann var úti að hjóla. Þá sá ég að það var annað hvort að hjóla með, eða finna sér annað áhugamál. Unnar: Það er svo skemmtilegt að hún skyldi fara út í þetta líka. Það er meiri háttar frábært að vera saman í þessu.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira