Sigur Rós fetar í fótspor Bjarkar 9. maí 2012 07:00 Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í ellefu ár. „Við erum í Sigur Rósar-vímu hérna," segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Iceland Airwaves. Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í ellefu ár þegar hún stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember, á síðasta degi hátíðarinnar. Sigur Rós spilaði síðast á Airwaves í Listasafni Reykjavíkur árið 2001. „Við erum mjög ánægð. Við vissum í fyrra að það yrði erfitt að toppa Björk en okkur er að takast nokkuð vel til með því að tilkynna Sigur Rós til leiks," segir Kamilla. „Þetta verður í lokin á Airwaves og þess vegna verða allir að spara kraftana. Ég veit að stundum er fólk þreytt á sunnudeginum svo að þarna verður maður líka að vera í góðum gír á sunnudagskvöldinu." Sigur Rós er 27. flytjandinn sem er tilkynntur á Airwaves-hátíðina en enn á eftir að kynna 150 í viðbót til sögunnar. Sigur Rós heldur tónleika víða um heim á næstu mánuðum með ellefu manna hljómsveit og mun spila efni úr stóru lagasafni sínu, þar á meðal af plötunni Valtari sem kemur út 28. maí. Tónleikarnir á Airwaves verða fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi í fjögur ár. Miðasala á tónleikana hefst 16. maí kl. 12 á Midi.is. Miðahafar á Iceland Airwaves fá tækifæri til að kaupa miða á sérstökum afslætti, eða 3.900 krónur til 16. júní. Almennt miðaverð er 5.900 krónur. - fb Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við erum í Sigur Rósar-vímu hérna," segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Iceland Airwaves. Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í ellefu ár þegar hún stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember, á síðasta degi hátíðarinnar. Sigur Rós spilaði síðast á Airwaves í Listasafni Reykjavíkur árið 2001. „Við erum mjög ánægð. Við vissum í fyrra að það yrði erfitt að toppa Björk en okkur er að takast nokkuð vel til með því að tilkynna Sigur Rós til leiks," segir Kamilla. „Þetta verður í lokin á Airwaves og þess vegna verða allir að spara kraftana. Ég veit að stundum er fólk þreytt á sunnudeginum svo að þarna verður maður líka að vera í góðum gír á sunnudagskvöldinu." Sigur Rós er 27. flytjandinn sem er tilkynntur á Airwaves-hátíðina en enn á eftir að kynna 150 í viðbót til sögunnar. Sigur Rós heldur tónleika víða um heim á næstu mánuðum með ellefu manna hljómsveit og mun spila efni úr stóru lagasafni sínu, þar á meðal af plötunni Valtari sem kemur út 28. maí. Tónleikarnir á Airwaves verða fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi í fjögur ár. Miðasala á tónleikana hefst 16. maí kl. 12 á Midi.is. Miðahafar á Iceland Airwaves fá tækifæri til að kaupa miða á sérstökum afslætti, eða 3.900 krónur til 16. júní. Almennt miðaverð er 5.900 krónur. - fb
Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“