Innlent

EasyJet hefur flug til Íslands

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hefur flug til Íslands í dag. Þá flýgur flugvél á vegum easyJet frá London til Keflavíkur þar sem vélin lendir klukkan 08.40. Fulltrúar ISAVIA og Ian Whitting, sendiherra Bretlands á Íslandi, munu taka á móti flugvélinni en við stjórnvölinn verður íslenskur flugmaður sem starfar hjá easyJet.

EasyJet tilkynnti á síðasta ári að flugfélagið hygðist hefja flug til Íslands. Fyrst um sinn var einungis ráðgert að fljúga hingað í sumar en vegna góðra viðtaka var ákveðið að flugi verði haldið áfram næsta vetur.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×