Innlent

Hafa náð 250 tegunda marki

Um rauðhumlur er fjallað á pödduvefnum. Þær nefnast líka ryðhumlur.
Um rauðhumlur er fjallað á pödduvefnum. Þær nefnast líka ryðhumlur. Mynd/Erling Ólafsson
Um miðjan þennan mánuð náðist 250 tegunda markið á pödduvef Náttúrufræðistofnunar. Vefnum var hleypt af stokkunum 14. ágúst 2009, en þá voru kynntar til sögunnar 80 tegundir.

„Stefnan var sett á það í upphafi að bæta tveim nýjum tegundum á vefinn í viku hverri. Það hefur gengið þokkalega eftir ef undanskilin eru hlé vegna sumarleyfa og flutninga aðseturs Náttúrufræðistofnunar frá Reykjavík til Garðabæjar haustið 2010,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×