Lífið

Kolfinna komin í úrslit

Kolfinna á pallinum á sýningu Marc Jacobs í New York á dögunum.
Kolfinna á pallinum á sýningu Marc Jacobs í New York á dögunum. Mynd/Getty
Kolfinna Kristófersdóttir keppir nú til sigurs í „Walk off" keppninni á vegum Style.com.

Lesendur síðunnar hafa valið best klæddu fyrirsætu hverrar tískuviku fyrir sig og nú keppa sigurvegararnir um úrslitasætið. Kolfinna þótti best klædda fyrirsætan á tískuvikunni í London og hlaut alls 42 prósent atkvæða. Hægt er að skoða síðuna hér.

Nú stendur valið meðal annars milli Kolfinnu og fyrirsæta á borð við Karlie Kloss, Joan Smalls, Cöra Delevingne og Candice Swanepoel. Úrslitin verða þó ekki gerð kunn fyrr en í lok mars í prentuðu hefti Style.com. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×