Jarðvarminn býður mörg góð tækifæri 14. mars 2012 07:00 Ólafur G. Flóvenz Ný könnun sýnir að níu af hverju tíu telja mikil tækifæri fólgin í nýtingu jarðvarma. Forstjóri ÍSOR segir mikilvægt að umgangast landið af virðingu. Nærri níu af hverjum tíu telja mikil tækifæri til verðmætasköpunar í starfsemi sem tengist nýtingu jarðvarma hér á landi. Þá eru nærri 84 prósent jákvæð gagnvart nýtingu jarðvarma. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Gekon ehf. í síðasta mánuði. „Könnunin er hluti af starfi gagnaöflunarhóps íslenska jarðvarmaklasans,“ segir Hákon Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Gekon. Hópurinn er einn af tíu sem halda utan um samstarf í klasanum. Frumniðurstöður þeirra verða kynntar í apríl. Niðurstöðurnar koma Ólafi G. Flóvenz, forstjóra Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR), ekki á óvart enda jarðhiti notaður hér á landi á margvíslegan máta. Nægi þar að nefna heita vatnið sem notað sé til húshitunar og spari þjóðarbúinu tugmilljarða á ári. „Þarna erum við kannski búin að ná flestu því sem hægt er með hagkvæmum hætti,“ segir hann, en bendir á að heitt vatn megi svo einnig nota í margvíslegum iðnaði, landbúnaði og fiskeldi. „Þetta er spurningin um að finna þau tækifæri sem fyrir hendi eru. Fiskeldi virðist til dæmis dafna alveg þokkalega,“ segir hann og bendir á tilraunir til að ala hér heitsjávartegundir. Hvað varðar jarðhita til raforkuframleiðslu segir Ólafur að miðað við spár um orkuverð og að teknu tilliti til talna sem Landsvirkjun hefur birt um þjóðhaglegan hagnað af starfsemi Landsvirkjunar sé ljóst að þar séu tækifæri til verðmætasköpunar. Eins segir Ólafur misskilning að nýting á jarðhitasvæðum geti á einhvern hátt gengið á rétt komandi kynslóða. Varmaforðinn á svæðinu sé slíkur að þótt ágangur virkjunar sé aðeins meiri en nemur endurnýjun á svæðinu sé það svo lítið að það skipti engu máli. Vissulega séu samt atriði sem leysa þurfi tengd þessum virkjunum. Þótt útblástur brennisteinsvetnis sé ekki hættulegur þá sé hann kannski ekki heppilegur. „Það er vond lykt af þessu og þetta er því bara eitt af þessum verkefnum sem verður að leysa.“ Sama segir Ólafur eiga við jarðskjálfta sem stundum fylgi jarðvarmavirkjunum. „Menn eru að fást við þetta víða um heim og finna leiðir til að draga úr þessu.“ Ólafur segir hins vegar mikilvægt að umgangast landið af virðingu á þessum athafnasvæðum. „Menn eiga að búa svo um hnútana að verði ákveðið að hætta þá eigi menn að geta gengið þannig frá landinu að röskunin verði nær ósýnileg.“ Könnunin sýnir að rúm fjögur prósent setja sig upp á móti nýtingu jarðvarma. olikr@frettabladid.is Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Ný könnun sýnir að níu af hverju tíu telja mikil tækifæri fólgin í nýtingu jarðvarma. Forstjóri ÍSOR segir mikilvægt að umgangast landið af virðingu. Nærri níu af hverjum tíu telja mikil tækifæri til verðmætasköpunar í starfsemi sem tengist nýtingu jarðvarma hér á landi. Þá eru nærri 84 prósent jákvæð gagnvart nýtingu jarðvarma. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Gekon ehf. í síðasta mánuði. „Könnunin er hluti af starfi gagnaöflunarhóps íslenska jarðvarmaklasans,“ segir Hákon Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Gekon. Hópurinn er einn af tíu sem halda utan um samstarf í klasanum. Frumniðurstöður þeirra verða kynntar í apríl. Niðurstöðurnar koma Ólafi G. Flóvenz, forstjóra Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR), ekki á óvart enda jarðhiti notaður hér á landi á margvíslegan máta. Nægi þar að nefna heita vatnið sem notað sé til húshitunar og spari þjóðarbúinu tugmilljarða á ári. „Þarna erum við kannski búin að ná flestu því sem hægt er með hagkvæmum hætti,“ segir hann, en bendir á að heitt vatn megi svo einnig nota í margvíslegum iðnaði, landbúnaði og fiskeldi. „Þetta er spurningin um að finna þau tækifæri sem fyrir hendi eru. Fiskeldi virðist til dæmis dafna alveg þokkalega,“ segir hann og bendir á tilraunir til að ala hér heitsjávartegundir. Hvað varðar jarðhita til raforkuframleiðslu segir Ólafur að miðað við spár um orkuverð og að teknu tilliti til talna sem Landsvirkjun hefur birt um þjóðhaglegan hagnað af starfsemi Landsvirkjunar sé ljóst að þar séu tækifæri til verðmætasköpunar. Eins segir Ólafur misskilning að nýting á jarðhitasvæðum geti á einhvern hátt gengið á rétt komandi kynslóða. Varmaforðinn á svæðinu sé slíkur að þótt ágangur virkjunar sé aðeins meiri en nemur endurnýjun á svæðinu sé það svo lítið að það skipti engu máli. Vissulega séu samt atriði sem leysa þurfi tengd þessum virkjunum. Þótt útblástur brennisteinsvetnis sé ekki hættulegur þá sé hann kannski ekki heppilegur. „Það er vond lykt af þessu og þetta er því bara eitt af þessum verkefnum sem verður að leysa.“ Sama segir Ólafur eiga við jarðskjálfta sem stundum fylgi jarðvarmavirkjunum. „Menn eru að fást við þetta víða um heim og finna leiðir til að draga úr þessu.“ Ólafur segir hins vegar mikilvægt að umgangast landið af virðingu á þessum athafnasvæðum. „Menn eiga að búa svo um hnútana að verði ákveðið að hætta þá eigi menn að geta gengið þannig frá landinu að röskunin verði nær ósýnileg.“ Könnunin sýnir að rúm fjögur prósent setja sig upp á móti nýtingu jarðvarma. olikr@frettabladid.is
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira