Innlent

Vill selja borgara fyrir vestan

Hamborgarabíll Priksins.
Hamborgarabíll Priksins.
Fyrirtækið Prikið ehf., sem rekur samnefndan veitingastað í Bankastræti í Reykjavík, hefur óskað eftir leyfi frá Ísafjarðarbæ til að staðsetja hamborgarabíl á svæðinu fyrir framan upplýsingamiðstöðina í Edinborgarhúsinu yfir páskahelgina, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta.

Búast má við að íbúafjöldi bæjarins aukist mikið yfir páskahelgina en þá fer fram rokkhátíðin Aldrei fór ég suður og skíðavika. -kh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×