Uppselt á flesta tónleika Of Monsters í Bandaríkjunum 6. mars 2012 12:00 Mikill áhugi er fyrir hljómsveitinni Of Monsters and Men vestanhafs. „Þetta er fáránlegt og algjör snilld,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Uppselt er á flesta tónleika hljómsveitarinnar á væntanlegri tónleikaferð hennar um Bandaríkin og Kanada. Ferðin hefst á hátíðinni South By South West í Texas í næstu viku og stendur hún yfir í einn mánuð með 26 tónleikum. Í gær voru miðar uppseldir á 21 tónleikastað en þeir staðir taka samanlagt um tíu þúsund gesti. Að sögn umboðsmanns Of Monsters and Men, Heather Kolker, kemur það mjög á óvart hversu hratt miðarnir hafa selst enda er þetta fyrsta tónleikaferð hljómsveitarinnar vestanhafs. Í mörgum tilfellum hafa tónleikarnir verið færðir á stærri staði til að anna eftirspurn. Til marks um áhugann á hljómsveitinni seldist upp á nokkrum mínútum á tvenna tónleika hennar í Fíladelfíu á stað sem tekur um eitt þúsund gesti. Einnig er uppselt á 1.800-manna tónleika sveitarinnar í Seattle. Tónleikar Of Monsters and Men í Boston voru færðir á stærri stað og verða núna í The House of Blues sem er frægt tónleikahús í Bandaríkjunum. Nanna Bryndís er í skýjunum með þessar góðu viðtökur. „Við höfum nánast ekkert spilað þarna og að það sé búið að seljast upp á þessa tónleika er bara ótrúlegt. Við vorum ekki að búast við þessu en þetta er rosalega gaman.“ Þessi mikli áhugi á Of Monsters and Men er ekki úr lausu lofti gripinn því stuttskífan Into the Woods fékk mjög góðar viðtökur vestanhafs, komst ofarlega á Billboard-listanum og á lista iTunes. Þá var smellurinn Little Talks það lag sem flestar jaðarútvarpsstöðvar í Bandaríkjunum tóku í spilun í síðustu viku. Aðspurð segist Nanna Bryndís hlakka mjög til ferðalagsins. „Við höfum aldrei tekið mánuð í að spila á hverju einasta kvöldi. Þetta verður svolítið mikil breyting fyrir okkur en við verðum örugglega sjóaðri fyrir vikið. Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í en vonandi spjörum við okkur.“freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta er fáránlegt og algjör snilld,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Uppselt er á flesta tónleika hljómsveitarinnar á væntanlegri tónleikaferð hennar um Bandaríkin og Kanada. Ferðin hefst á hátíðinni South By South West í Texas í næstu viku og stendur hún yfir í einn mánuð með 26 tónleikum. Í gær voru miðar uppseldir á 21 tónleikastað en þeir staðir taka samanlagt um tíu þúsund gesti. Að sögn umboðsmanns Of Monsters and Men, Heather Kolker, kemur það mjög á óvart hversu hratt miðarnir hafa selst enda er þetta fyrsta tónleikaferð hljómsveitarinnar vestanhafs. Í mörgum tilfellum hafa tónleikarnir verið færðir á stærri staði til að anna eftirspurn. Til marks um áhugann á hljómsveitinni seldist upp á nokkrum mínútum á tvenna tónleika hennar í Fíladelfíu á stað sem tekur um eitt þúsund gesti. Einnig er uppselt á 1.800-manna tónleika sveitarinnar í Seattle. Tónleikar Of Monsters and Men í Boston voru færðir á stærri stað og verða núna í The House of Blues sem er frægt tónleikahús í Bandaríkjunum. Nanna Bryndís er í skýjunum með þessar góðu viðtökur. „Við höfum nánast ekkert spilað þarna og að það sé búið að seljast upp á þessa tónleika er bara ótrúlegt. Við vorum ekki að búast við þessu en þetta er rosalega gaman.“ Þessi mikli áhugi á Of Monsters and Men er ekki úr lausu lofti gripinn því stuttskífan Into the Woods fékk mjög góðar viðtökur vestanhafs, komst ofarlega á Billboard-listanum og á lista iTunes. Þá var smellurinn Little Talks það lag sem flestar jaðarútvarpsstöðvar í Bandaríkjunum tóku í spilun í síðustu viku. Aðspurð segist Nanna Bryndís hlakka mjög til ferðalagsins. „Við höfum aldrei tekið mánuð í að spila á hverju einasta kvöldi. Þetta verður svolítið mikil breyting fyrir okkur en við verðum örugglega sjóaðri fyrir vikið. Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í en vonandi spjörum við okkur.“freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira