Óttast að fyrirtæki flýi úr miðborginni 24. febrúar 2012 08:00 Borgað í baukinn Bílastæðagjöld í miðborginni munu að öllu óbreyttu hækka frá og með 15. júní. Sjálfstæðismenn gagnrýna hækkunina og telja hana geta fælt viðskipti frá miðborginni. Meirihlutinn segir takmarkið hins vegar að auka flæði bíla um miðborgina. Fréttablaðið/anton Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða hækkun á bílastæðagjöldum í miðborg Reykjavíkur. Fultrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í minnihluta, segir hækkunina of bratta og óttast að hún verði til þess að hrekja fyrirtæki úr miðborginni. Formaður umhverfis- og samgönguráðs segir hins vegar að ráðstöfunin sé til þess fallin að bæta flæði í bílastæðamálum og auðvelda akandi gestum miðborgarinnar að fá stæði. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti fyrir skemmstu að hækka tímagjald á ýmsum svæðum í miðborginni. Á svæði 1 fari gjald fyrir klukkustundardvöl í stæði úr 150 krónum í 250 krónur, en á svæðum 2 og 4 fari gjald úr 80 krónum upp í 150. Breytingarnar eiga að taka gildi 15. apríl. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafa heyrt óánægjuraddir frá rekstraraðilum í miðborginni. „Allir þeir sem ég hef talað við hafa áhyggjur af því að hækkunin gæti fælt í burtu viðskipti og þyngt róður fyrirtækja." Kjartan gerir annars vegar athugasemd við að verðið hækki of skarpt og að ekki hafi verið haft samráð við verslunareigendur og aðra rekstraraðila í miðborginni. „Ég vil ekki vera of svartsýnn, en ég óttast að ef þessi hækkun muni ríða yfir í einu vetfangi geti það jafnvel orsakað fjöldaflótta fyrirtækja úr miðborginni." Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, svarar því hins vegar til að hækkun þessi sé einmitt til þess fallin að auka veg miðborgarinnar. „Við lítum svo á að ef fólk sem fer akandi niður í bæ þarf jafnan að leita lengi eftir stæðum, þá sé það líklegra til að leita frekar í verslunarmiðstöðvarnar, sem gerir verslun í miðbænum lítinn greiða. Með hækkun bílastæðagjalda viljum við hins vegar stýra betur nýtingu á bílastæðum og auka flæði." Karl segir að jafnan sé miðað við að 80 til 85 prósenta nýting á bílastæðum sé heppilegt hlutfall, en á gjaldsvæði sé hlutfallið hins vegar að nálgast 100 prósent. „Við viljum koma þessu í jafnvægi þannig að ef þú kemur akandi niður í bæ, séu um tvö af hverjum átta stæðum laus." Hagsmunasamtökin Miðborgin okkar mun á næstunni gangast fyrir viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna um bílastaæðamál og annað, en niðurstöður munu ekki liggja fyrir mjög fljótlega. Gjaldahækkunin verður að öllum líkindum tekin fyrir á fundi borgarráðs í næstu viku. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða hækkun á bílastæðagjöldum í miðborg Reykjavíkur. Fultrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í minnihluta, segir hækkunina of bratta og óttast að hún verði til þess að hrekja fyrirtæki úr miðborginni. Formaður umhverfis- og samgönguráðs segir hins vegar að ráðstöfunin sé til þess fallin að bæta flæði í bílastæðamálum og auðvelda akandi gestum miðborgarinnar að fá stæði. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti fyrir skemmstu að hækka tímagjald á ýmsum svæðum í miðborginni. Á svæði 1 fari gjald fyrir klukkustundardvöl í stæði úr 150 krónum í 250 krónur, en á svæðum 2 og 4 fari gjald úr 80 krónum upp í 150. Breytingarnar eiga að taka gildi 15. apríl. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafa heyrt óánægjuraddir frá rekstraraðilum í miðborginni. „Allir þeir sem ég hef talað við hafa áhyggjur af því að hækkunin gæti fælt í burtu viðskipti og þyngt róður fyrirtækja." Kjartan gerir annars vegar athugasemd við að verðið hækki of skarpt og að ekki hafi verið haft samráð við verslunareigendur og aðra rekstraraðila í miðborginni. „Ég vil ekki vera of svartsýnn, en ég óttast að ef þessi hækkun muni ríða yfir í einu vetfangi geti það jafnvel orsakað fjöldaflótta fyrirtækja úr miðborginni." Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, svarar því hins vegar til að hækkun þessi sé einmitt til þess fallin að auka veg miðborgarinnar. „Við lítum svo á að ef fólk sem fer akandi niður í bæ þarf jafnan að leita lengi eftir stæðum, þá sé það líklegra til að leita frekar í verslunarmiðstöðvarnar, sem gerir verslun í miðbænum lítinn greiða. Með hækkun bílastæðagjalda viljum við hins vegar stýra betur nýtingu á bílastæðum og auka flæði." Karl segir að jafnan sé miðað við að 80 til 85 prósenta nýting á bílastæðum sé heppilegt hlutfall, en á gjaldsvæði sé hlutfallið hins vegar að nálgast 100 prósent. „Við viljum koma þessu í jafnvægi þannig að ef þú kemur akandi niður í bæ, séu um tvö af hverjum átta stæðum laus." Hagsmunasamtökin Miðborgin okkar mun á næstunni gangast fyrir viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna um bílastaæðamál og annað, en niðurstöður munu ekki liggja fyrir mjög fljótlega. Gjaldahækkunin verður að öllum líkindum tekin fyrir á fundi borgarráðs í næstu viku. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent