Innlent

Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl

sér eftir öllu Gauti sér eftir að hafa hent flöskunni í lögreglubílinn og vill færa lögreglunni fría tónlist á vefsíðunni Emmsjegauti.com.fréttablaðið/vilhelm
sér eftir öllu Gauti sér eftir að hafa hent flöskunni í lögreglubílinn og vill færa lögreglunni fría tónlist á vefsíðunni Emmsjegauti.com.fréttablaðið/vilhelm
„Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu," segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl.

Atvikið átti sér stað á stúdentagörðum í Reykjavík. Lögreglan hafði stöðvað teiti sem Gauti var gestur í, en flaskan átti að hans sögn að hafna við hliðina á lögreglubílnum. „Ég ætti auðvitað að vera með gleraugu," segir hann. „Ég sá ekki alveg hvert ég var að kasta og hitti beint ofan á húddið á löggubílnum."

Gauti var handtekinn ásamt öðrum manni sem hafði leikið svipaðan leik og voru þeir færðir niður á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir viðurkenndu brotin. „Þá urðum við og lögreglumennirnir mestu mátar og spjölluðum um lífið," segir Gauti. „Hann laug svo að mér að þetta myndi kosta mig 15 þúsund kall, en sektin var vel yfir 100 þúsund kallinn."

Gauti er ekki góðkunningi lögreglunnar og síðast þegar lögreglan þurfti að hafa afskipti af honum var þegar hann fór á vindsæng út á Reykjavíkurtjörn. Þetta er í fyrsta skipti sem Gauti fer fyrir héraðsdóm, en málið verður þingfest í mars. „Þetta hefði getað farið illa, flaskan hefði getað hafnað í einhverjum," segir Gauti þegar hann rifjar atvikið upp. „Þá hefði grínið ekki verið eins fyndið. Ég ætlaði hvorki að meiða neinn né skemma lögreglubílinn. Ég ætlaði aðeins að stríða þeim, þeir eru alltaf að stríða okkur." - afbAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.