Ísland gerir ekki nóg til að fyrirbyggja kynþáttafordóma 21. febrúar 2012 05:00 Árið 2006 var hugmyndin að reisa mmosku við hliðina á Staldrinu. Þá áttu Múslimar fá lóð á hálfgerðu malarsvæði í jaðrinum á Elliðaárdalnum, nánar tiltekið við hliðina á Staldrinu í Reykjavík. Fréttablaðið/hari Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðs (ECRI) um Ísland sem kynnt verður í dag. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur til úrbóta og mælist ECRI til þess að íslensk stjórnvöld setji þrjú mál í sérstakan forgang. Í fyrsta lagi skuli múslimar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu. Í annan stað eru stjórnvöld hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Loks er hvatt til þess að í hegningarlögum verði metið til refsiþyngingar ef kynþáttafordómar liggi að baki brotum. Á næstu tveimur árum hyggst ECRI fylgja þessum þremur atriðum eftir. Skýrsluhöfundar benda auk þess á ýmislegt annað sem betur megi fara hérlendis. Til dæmis hafi enn ekki verið komið á fót sérhæfðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna við kynþáttafordómum og mismunun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis og ekki hafi heldur verið komið á fót óháðu embætti sem fara eigi með rannsókn ásakana um ósæmilega hegðun af hálfu lögreglunnar. Þá hafi fjármagn til íslenskukennslu fyrir útlendinga verið skorið niður, fjölmiðlar tiltaki oft þjóðerni einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot, án þess að það tengist málinu beint og hlutfall þeirra sem hætta námi í framhaldsskóla sé mun hærra meðal nemenda sem koma úr röðum innflytjenda en meðal íslenskra nemenda. Það er mat skýrsluhöfunda að margt hafi verið fært til betri vegar frá því að síðasta skýrsla kom út árið 2006. Þar má nefna að lög sem banni mismunun á grundvelli kynþáttar séu í undirbúningi og aðgerðir til að tryggja að erlendar konur neyðist ekki til að vera áfram í ofbeldissamböndum af ótta við að missa rétt sinn til veru á Íslandi. Þá hafi reglur um hælisleitendur hér á landi verið bættar. - þj Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðs (ECRI) um Ísland sem kynnt verður í dag. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur til úrbóta og mælist ECRI til þess að íslensk stjórnvöld setji þrjú mál í sérstakan forgang. Í fyrsta lagi skuli múslimar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu. Í annan stað eru stjórnvöld hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Loks er hvatt til þess að í hegningarlögum verði metið til refsiþyngingar ef kynþáttafordómar liggi að baki brotum. Á næstu tveimur árum hyggst ECRI fylgja þessum þremur atriðum eftir. Skýrsluhöfundar benda auk þess á ýmislegt annað sem betur megi fara hérlendis. Til dæmis hafi enn ekki verið komið á fót sérhæfðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna við kynþáttafordómum og mismunun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis og ekki hafi heldur verið komið á fót óháðu embætti sem fara eigi með rannsókn ásakana um ósæmilega hegðun af hálfu lögreglunnar. Þá hafi fjármagn til íslenskukennslu fyrir útlendinga verið skorið niður, fjölmiðlar tiltaki oft þjóðerni einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot, án þess að það tengist málinu beint og hlutfall þeirra sem hætta námi í framhaldsskóla sé mun hærra meðal nemenda sem koma úr röðum innflytjenda en meðal íslenskra nemenda. Það er mat skýrsluhöfunda að margt hafi verið fært til betri vegar frá því að síðasta skýrsla kom út árið 2006. Þar má nefna að lög sem banni mismunun á grundvelli kynþáttar séu í undirbúningi og aðgerðir til að tryggja að erlendar konur neyðist ekki til að vera áfram í ofbeldissamböndum af ótta við að missa rétt sinn til veru á Íslandi. Þá hafi reglur um hælisleitendur hér á landi verið bættar. - þj
Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira