Hrífandi ævintýri um Hugo 9. febrúar 2012 14:00 Dramatísku ævintýramyndinni um munaðarlausa drenginn Hugo hefur verið vel tekið vestanhafs en hún hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna á dögunum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á morgun. Myndin Hugo gerist í París á fjórða áratug síðustu aldar og er dramatísk ævintýramynd sem spilar á tilfinningaskalann. Myndin er sú fyrsta sem leikstjórinn frægi Martin Scorsese tekur í þrívídd en honum líkaði tæknin vel. „Mér fannst þrívíddin mjög áhugaverð vegna þess hve mikið hún sýnir af tilfinningum leikaranna. Hver einasta hreyfing og hverri einustu hugsun er mun betur fylgt eftir með hjálp tækninnar." Myndin er byggð á metsölubók Brians Selznick og fjallar um hinn tólf ára gamla Hugo Cabret sem neyðist til að flytja til drykkfellds frænda eftir að faðir hans fellur frá. Frændinn vinnur við að laga klukkuna á aðallestarstöð borgarinnar en lætur sig skyndilega hverfa og verður Hugo því einn síns liðs á lestarstöðinni. Hann kemur sér fyrir í veggjum stöðvarinnar og stelur sér mat. Þar vinnur hann að sínu metnaðarfyllsta verkefni, að laga vélmenni sem faðir hans byggði. Hugo kynnist jafnaldra sínum Ísabellu og saman reyna þau að leysa ráðgátuna um vélmennið en Hugo er handviss um að vélmennið geymi mikilvæg skilaboð til hans frá föðurnum. Myndin hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna eða ellefu talsins, meðal annars sem besta myndin og besti leikstjórinn. Scorsese hlaut einmitt Golden Globe-verðlaunin á dögunum fyrir bestu leikstjórn í Hugo. Gagnrýnendur ausa myndina lofi og hafa blöð eins og Time, New York Daily News og Hollywood Reporter gefið myndinni fullt hús stiga. Gagnrýnandi Empire segir myndina vera einstakt sjónarspil fyrir börn jafnt sem fullorðna. Golden Globes Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Sjá meira
Dramatísku ævintýramyndinni um munaðarlausa drenginn Hugo hefur verið vel tekið vestanhafs en hún hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna á dögunum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á morgun. Myndin Hugo gerist í París á fjórða áratug síðustu aldar og er dramatísk ævintýramynd sem spilar á tilfinningaskalann. Myndin er sú fyrsta sem leikstjórinn frægi Martin Scorsese tekur í þrívídd en honum líkaði tæknin vel. „Mér fannst þrívíddin mjög áhugaverð vegna þess hve mikið hún sýnir af tilfinningum leikaranna. Hver einasta hreyfing og hverri einustu hugsun er mun betur fylgt eftir með hjálp tækninnar." Myndin er byggð á metsölubók Brians Selznick og fjallar um hinn tólf ára gamla Hugo Cabret sem neyðist til að flytja til drykkfellds frænda eftir að faðir hans fellur frá. Frændinn vinnur við að laga klukkuna á aðallestarstöð borgarinnar en lætur sig skyndilega hverfa og verður Hugo því einn síns liðs á lestarstöðinni. Hann kemur sér fyrir í veggjum stöðvarinnar og stelur sér mat. Þar vinnur hann að sínu metnaðarfyllsta verkefni, að laga vélmenni sem faðir hans byggði. Hugo kynnist jafnaldra sínum Ísabellu og saman reyna þau að leysa ráðgátuna um vélmennið en Hugo er handviss um að vélmennið geymi mikilvæg skilaboð til hans frá föðurnum. Myndin hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna eða ellefu talsins, meðal annars sem besta myndin og besti leikstjórinn. Scorsese hlaut einmitt Golden Globe-verðlaunin á dögunum fyrir bestu leikstjórn í Hugo. Gagnrýnendur ausa myndina lofi og hafa blöð eins og Time, New York Daily News og Hollywood Reporter gefið myndinni fullt hús stiga. Gagnrýnandi Empire segir myndina vera einstakt sjónarspil fyrir börn jafnt sem fullorðna.
Golden Globes Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Sjá meira