Vill auka öryggi í smábátum 3. febrúar 2012 07:00 Ásbjörn vék að því að hundruð smábáta hefji strandveiðar 1. maí og vill lagasetningu fyrir þann tíma. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvetur Ögmund Jónasson innanríkisráðherra til þess að lögleiða björgunarflotbúninga um borð í öllum skipum. Í dag er bátum undir tólf metrum ekki gert að hafa slíka búninga um borð. Ögmundur ætlar að beita sér fyrir því að málið verði skoðað í ráðuneytinu en tillaga þessa efnis hefur legið í ráðuneytinu árum saman. Ásbjörn vakti máls á þessu atriði í öryggismálum sjómanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í gær. Fyrirspurnin á rætur að rekja til hins alvarlega slyss sem varð úti fyrir ströndum Noregs nýlega þar sem þrír skipsverjar fórust með skipinu Hallgrími SI 77. Eiríkur Ingi Jóhannsson, fjórði skipsverjinn um borð, komst lífs af eftir tæplega fjögurra klukkutíma volk í sjónum, en hann var klæddur björgunarflotbúningi. Í fyrirspurn sinni sagði Ásbjörn að einungis væri skylt að hafa vinnuflotbúninga um borð í minni bátum. Þetta veitir falskt öryggi, að mati Ásbjörns. Vék hann að því að hann hefði fyrst tekið málið upp á þinginu árið 2009 og enn fremur að tillaga frá Siglingaráði, sem er ráðgefandi fyrir fagráðherra um öryggismál sjómanna, hefur legið fyrir í ráðuneytinu frá því árið 2004. Tillagan gerir ráð fyrir því að það verði gert skylt að björgunarflotbúningar séu um borð í öllum skipum sem róa í atvinnuskyni við Íslandsstrendur. „Þetta er mjög mikilvægt að þetta verði gert núna, en strandveiðar hefjast aftur 1. maí og þar eru menn að róa við tvísýn skilyrði. Það er mín skoðun, því miður, er það aðeins spurning um hvenær, en ekki hvort, að slys verði,“ sagði Ásbjörn. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að félagið hvetji til þess að nefndir björgunarflotbúningar séu um borð í bátum félagsmanna, hafi menn til þess aðstöðu. Hins vegar sé málið ekki svarthvítt og umræðan sé viðkvæm í ljósi atburða síðustu daga. Félagið hafi ekki fallist á að binda ákvæðið í lög. „Frekar höfum við lagt á það áherslu að menn klæðist vinnuflotgöllum og reyni að komast í björgunarbát, sé þess nokkur kostur.“ Örn segir að félagið muni leita til Siglingastofnunar um ráðgjöf og faglega skoðun á málinu. Ögmundur tók erindinu vel og ætlar að beita sér fyrir því að málið verði skoðað, hratt og vel. svavar@frettabladid.is Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvetur Ögmund Jónasson innanríkisráðherra til þess að lögleiða björgunarflotbúninga um borð í öllum skipum. Í dag er bátum undir tólf metrum ekki gert að hafa slíka búninga um borð. Ögmundur ætlar að beita sér fyrir því að málið verði skoðað í ráðuneytinu en tillaga þessa efnis hefur legið í ráðuneytinu árum saman. Ásbjörn vakti máls á þessu atriði í öryggismálum sjómanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í gær. Fyrirspurnin á rætur að rekja til hins alvarlega slyss sem varð úti fyrir ströndum Noregs nýlega þar sem þrír skipsverjar fórust með skipinu Hallgrími SI 77. Eiríkur Ingi Jóhannsson, fjórði skipsverjinn um borð, komst lífs af eftir tæplega fjögurra klukkutíma volk í sjónum, en hann var klæddur björgunarflotbúningi. Í fyrirspurn sinni sagði Ásbjörn að einungis væri skylt að hafa vinnuflotbúninga um borð í minni bátum. Þetta veitir falskt öryggi, að mati Ásbjörns. Vék hann að því að hann hefði fyrst tekið málið upp á þinginu árið 2009 og enn fremur að tillaga frá Siglingaráði, sem er ráðgefandi fyrir fagráðherra um öryggismál sjómanna, hefur legið fyrir í ráðuneytinu frá því árið 2004. Tillagan gerir ráð fyrir því að það verði gert skylt að björgunarflotbúningar séu um borð í öllum skipum sem róa í atvinnuskyni við Íslandsstrendur. „Þetta er mjög mikilvægt að þetta verði gert núna, en strandveiðar hefjast aftur 1. maí og þar eru menn að róa við tvísýn skilyrði. Það er mín skoðun, því miður, er það aðeins spurning um hvenær, en ekki hvort, að slys verði,“ sagði Ásbjörn. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að félagið hvetji til þess að nefndir björgunarflotbúningar séu um borð í bátum félagsmanna, hafi menn til þess aðstöðu. Hins vegar sé málið ekki svarthvítt og umræðan sé viðkvæm í ljósi atburða síðustu daga. Félagið hafi ekki fallist á að binda ákvæðið í lög. „Frekar höfum við lagt á það áherslu að menn klæðist vinnuflotgöllum og reyni að komast í björgunarbát, sé þess nokkur kostur.“ Örn segir að félagið muni leita til Siglingastofnunar um ráðgjöf og faglega skoðun á málinu. Ögmundur tók erindinu vel og ætlar að beita sér fyrir því að málið verði skoðað, hratt og vel. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira