Innlent

Barnabækur rannsakaðar

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnar fyrsta verkefni setursins á laugardag, sýninguna „Yndislestur æsku minnar“.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnar fyrsta verkefni setursins á laugardag, sýninguna „Yndislestur æsku minnar“.
Barnabókasetur, rannsóknarsetur um barnabókmenntir og lestur barna, verður opnað við Háskólann á Akureyri á laugardag. Markmiðið með setrinu er að stunda rannsóknir og fræðslu um barnabókmenntir og lestur á Íslandi og að vinna að framgangi lestrarmenningar meðal barna og unglinga. Þá mun setrið einnig standa fyrir málþingum og stuðla að útgáfu fræðilegs efnis á sviðinu. Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri standa að Barnabókasetrinu auk háskólans. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×