Innlent

Umferðarskiltum stolið úr göngum

Ekki er vitað hvenær skiltin voru tekin úr göngunum. 
fréttablaðið/stefán
Ekki er vitað hvenær skiltin voru tekin úr göngunum. fréttablaðið/stefán
Tólf umferðarmerkjum hefur verið stolið úr hinum nýju Bolungarvíkurgöngum, en ekki er vitað hvenær þjófnaðurinn átti sér stað. Þá hefur tveimur merkjum til viðbótar verið stolið af þjóðveginum í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram á bb.is.

Merkin eru 840 þúsund króna virði. Umferðarmerkin úr göngunum voru öll upplýsingamerki á bláum grunni með hvítum stöfum. Skiltin við þjóðveginn voru merkt „Önnur hætta“ og „Impossible“. Lögreglan á Ísafirði biður þá sem hafa upplýsingar um málið að hafa samband í síma 450 3731. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×