Lukkudýrið gekk næstum að Adolfi Inga dauðum 30. janúar 2012 08:00 „Þetta er það heitasta sem ég upplifað," segir Adolf Ingi Erlingsson, sem prófaði að gerast lukkdýr á EM í Serbíu fyrir skömmu. Íþróttafréttamaðurinn knái starfaði fyrir evrópska handknattleikssambandið, EHF, á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu sem lauk í gær. Þar var hann önnum kafinn við að taka viðtöl við handboltamenn á milli þess sem hann brá á leik og setti eldhress myndbönd á netið sem hafa vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Í einu slíku prófaði hann að vera lukkudýr í 45 mínútur. „Við reynum að lífga upp á þetta. Það má segja að þetta hafi byrjað á EM kvenna fyrir rúmu ári þegar ég gerði eitt myndband sem vakti athygli um magavöðvana á Gro Hammersen. Við fengum margfalt áhorf á það myndband miðað við hin. Þá sér maður að maður þarf að fara aðeins út fyrir rammann og gera eitthvað sem vekur athygli," segir Adolf Ingi hress. „Ég er búinn að prófa að vera klappstýra og að vera lukkudýr í hálfum leik. Það gekk næstum að mér dauðum. Ég var algjörlega búinn og sem betur fer var Guðni Kristinsson myndatökumaður upptekinn þegar ég kláraði og tók af mér hausinn og fór úr búningnum. Bolurinn var eins og ég hefði farið í sturtu í honum og mér skilst að ég hefði verið fjólublár í framan í klukkutíma á eftir. Ég sat bara og drakk fleiri lítra af vatni eftir þetta. Núna skil ég af hverju krakkarnir sem eru í þessu vafra um og eru ekkert að hoppa og skoppa. Ég sá fyrir mér fyrirsagnirnar: „Lukkudýr deyr á vellinum"," segir hann og hlær. Aðspurður segir Adolf Ingi ekkert erfitt að bregða á leik og stíga aðeins út fyrir rammann. „Ég hef svo sem aldrei tekið sjálfan mig alltof hátíðlega. Reyndar finnst mér verst þegar verið er að rifja upp gamlar syndir eins og var gert á einhverjum miðli heima. Það var klappstýrumyndbandið sýnt og svo hnýtt við það tuttugu ára kynningu úr Íþróttaspeglinum þar sem ég var að dansa. Það er verst að svona gamlar syndir fyrnast ekki. En það hjálpar til að maður tekur sig ekki of hátíðlega, enda til hvers?" Adolf Ingi hefur gaman að starfi sínu fyrir EHF og segir að sambandið hafi þegar óskað eftir því að hann flytji fréttir af EM kvenna í Hollandi í desember. „Það kemur í ljós. Þeir eru alla vega ánægðir en ég læt vinnuna hjá Rúv alltaf ganga fyrir." freyr@frettabladid.is Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Þetta er það heitasta sem ég upplifað," segir Adolf Ingi Erlingsson, sem prófaði að gerast lukkdýr á EM í Serbíu fyrir skömmu. Íþróttafréttamaðurinn knái starfaði fyrir evrópska handknattleikssambandið, EHF, á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu sem lauk í gær. Þar var hann önnum kafinn við að taka viðtöl við handboltamenn á milli þess sem hann brá á leik og setti eldhress myndbönd á netið sem hafa vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Í einu slíku prófaði hann að vera lukkudýr í 45 mínútur. „Við reynum að lífga upp á þetta. Það má segja að þetta hafi byrjað á EM kvenna fyrir rúmu ári þegar ég gerði eitt myndband sem vakti athygli um magavöðvana á Gro Hammersen. Við fengum margfalt áhorf á það myndband miðað við hin. Þá sér maður að maður þarf að fara aðeins út fyrir rammann og gera eitthvað sem vekur athygli," segir Adolf Ingi hress. „Ég er búinn að prófa að vera klappstýra og að vera lukkudýr í hálfum leik. Það gekk næstum að mér dauðum. Ég var algjörlega búinn og sem betur fer var Guðni Kristinsson myndatökumaður upptekinn þegar ég kláraði og tók af mér hausinn og fór úr búningnum. Bolurinn var eins og ég hefði farið í sturtu í honum og mér skilst að ég hefði verið fjólublár í framan í klukkutíma á eftir. Ég sat bara og drakk fleiri lítra af vatni eftir þetta. Núna skil ég af hverju krakkarnir sem eru í þessu vafra um og eru ekkert að hoppa og skoppa. Ég sá fyrir mér fyrirsagnirnar: „Lukkudýr deyr á vellinum"," segir hann og hlær. Aðspurður segir Adolf Ingi ekkert erfitt að bregða á leik og stíga aðeins út fyrir rammann. „Ég hef svo sem aldrei tekið sjálfan mig alltof hátíðlega. Reyndar finnst mér verst þegar verið er að rifja upp gamlar syndir eins og var gert á einhverjum miðli heima. Það var klappstýrumyndbandið sýnt og svo hnýtt við það tuttugu ára kynningu úr Íþróttaspeglinum þar sem ég var að dansa. Það er verst að svona gamlar syndir fyrnast ekki. En það hjálpar til að maður tekur sig ekki of hátíðlega, enda til hvers?" Adolf Ingi hefur gaman að starfi sínu fyrir EHF og segir að sambandið hafi þegar óskað eftir því að hann flytji fréttir af EM kvenna í Hollandi í desember. „Það kemur í ljós. Þeir eru alla vega ánægðir en ég læt vinnuna hjá Rúv alltaf ganga fyrir." freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira