Rannsaka hvort kjör birgja standist lög 28. janúar 2012 08:30 Forstjórinn Páll Gunnar Pálsson kynnti skýrslu Samkeppniseftirlitsins um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði á fimmtudag. Fréttablaðið/GVA Samkeppniseftirlitið (SE) mun rannsaka hvort tiltekin viðskiptakjör sem birgjar bjóða dagvöruverslunum brjóti í bága við samkeppnislög. Búast má við því að eftirlitið hefji sérstök stjórnsýslumál til að meta hvort kjörin séu lögmæt. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. Viðurlög við slíkum brotum, reynist þau hafa verið framin, eru sektir. Auk þess getur eftirlitið mælt fyrir um breytingar á starfsemi hinna brotlegu til að tryggja að brotin endurtaki sig ekki. Í skýrslu sem SE kynnti í vikunni kom fram að minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvöruverslanakeðjan á Íslandi. Hinar stóru samstæðurnar á markaðinum, Kaupás og Samkaup, fengju einnig umtalsvert betri kjör hjá birgjum. SE tiltekur í skýrslunni að mismunandi viðskiptakjör birgja geti verið réttlætanleg. Það geti til dæmis verið mikið kostnaðarlegt hagræði í því fólgið að dreifa vörum í birgðahús fremur en beint til hverrar verslunar fyrir sig. Auk þess sé skiljanlegt að taka tillit til magnhagræðis við innkaup. SE telur þó að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir hinu mismunandi verði í öllum tilvikum. Páll Gunnar segir að um verði að ræða rannsókn sem muni beinast að tilteknum aðilum. Í þeim verði skoðað hvort viðskiptakjör séu í samræmi við samkeppnislög. „Við munum senda upplýsingabeiðni til fjölmargra aðila á markaðinum þar sem fyrirtækin verða beðin um að koma með sín sjónarmið og veita upplýsingar í tengslum við það sem fram kemur í skýrslunni. Það er mjög líklegt að við munum síðan hefja sérstök stjórnsýslumál, enda erum við að leiða að því líkum í skýrslunni að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir kjörunum í öllum tilvikum. Það er alveg ljóst að við munum fylgja þessum málum eftir, en það á eftir að ákveða hvernig það verður nákvæmlega gert og hvaða aðilar verði þar undir." Að sögn Páls Gunnars verður líklega tekin ákvörðun um í hvaða mál verði ráðist síðar á þessu ári. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Samkeppniseftirlitið (SE) mun rannsaka hvort tiltekin viðskiptakjör sem birgjar bjóða dagvöruverslunum brjóti í bága við samkeppnislög. Búast má við því að eftirlitið hefji sérstök stjórnsýslumál til að meta hvort kjörin séu lögmæt. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. Viðurlög við slíkum brotum, reynist þau hafa verið framin, eru sektir. Auk þess getur eftirlitið mælt fyrir um breytingar á starfsemi hinna brotlegu til að tryggja að brotin endurtaki sig ekki. Í skýrslu sem SE kynnti í vikunni kom fram að minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvöruverslanakeðjan á Íslandi. Hinar stóru samstæðurnar á markaðinum, Kaupás og Samkaup, fengju einnig umtalsvert betri kjör hjá birgjum. SE tiltekur í skýrslunni að mismunandi viðskiptakjör birgja geti verið réttlætanleg. Það geti til dæmis verið mikið kostnaðarlegt hagræði í því fólgið að dreifa vörum í birgðahús fremur en beint til hverrar verslunar fyrir sig. Auk þess sé skiljanlegt að taka tillit til magnhagræðis við innkaup. SE telur þó að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir hinu mismunandi verði í öllum tilvikum. Páll Gunnar segir að um verði að ræða rannsókn sem muni beinast að tilteknum aðilum. Í þeim verði skoðað hvort viðskiptakjör séu í samræmi við samkeppnislög. „Við munum senda upplýsingabeiðni til fjölmargra aðila á markaðinum þar sem fyrirtækin verða beðin um að koma með sín sjónarmið og veita upplýsingar í tengslum við það sem fram kemur í skýrslunni. Það er mjög líklegt að við munum síðan hefja sérstök stjórnsýslumál, enda erum við að leiða að því líkum í skýrslunni að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir kjörunum í öllum tilvikum. Það er alveg ljóst að við munum fylgja þessum málum eftir, en það á eftir að ákveða hvernig það verður nákvæmlega gert og hvaða aðilar verði þar undir." Að sögn Páls Gunnars verður líklega tekin ákvörðun um í hvaða mál verði ráðist síðar á þessu ári. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira