Lífið

Enginn hringur

Jessica Biel var í brúðarlegum kjól en án trúlofunarhrings á Golden Globe.
Jessica Biel var í brúðarlegum kjól en án trúlofunarhrings á Golden Globe.
Kjóllinn sem Jessica Biel klæddist á Golden Globe-verðlaunahátíðinni síðastliðið sunnudagskvöld vakti mikla athygli vestanhafs.

Um var að ræða gullfallegan síðerma kjól frá Elie Saab. Kjóllinn var hvítur og alsettur blúndum og þótti svipa mjög til brúðarkjóls. Var kjólavalið því sérstaklega áhugavert í ljósi frétta um trúlofun Biel og kærasta hennar, Justin Timberlake, nú um jólin. Það sem þótti hins vegar enn áhugaverðara var að engan hring var að sjá á fingri leikkonunnar.

Aðdáendur sem glaðst hafa yfir trúlofuninni þurfa þó ekki að örvænta þar sem amma Timberlakes hefur staðfest orðróminn um trúlofunina. Ekki er vitað af hverju Biel ákvað að mæta án hrings á hátíðina. - trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×