Risarnir keyptu iðnaðarsalt 16. janúar 2012 00:01 Mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins eru meðal þeirra sem hafa keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni til að nota við matvælaframleiðslu. Listi yfir þá tugi fyrirtækja sem um er að ræða var birtur á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í gær. Þar á meðal eru Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og Mjólkursamsalan. Upp komst að iðnaðarsalt hefði verið selt til matvælafyrirtækja fyrr í vetur og um miðjan nóvember gerði Matvælastofnun (MAST) heilbrigðiseftirlitinu grein fyrir málinu. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu kemur fram að þá hafi MAST greint frá ákvörðun sinni um að leyfa Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru. Heilbrigðiseftirlitið var ekki sammála þeirri ákvörðun. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í samtali við Fréttablaðið að þó að vissulega mætti gera athugasemdir við eftirlitsstofnanir og birgja sé ábyrgðin fyrst og fremst hjá matvælaframleiðendunum. „Það brýtur í bága við reglur að nota iðnaðarsalt í matvæli og það er þar sem brotin eiga sér stað.“ Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir ráðuneytið líta málið alvarlegum augum og farið verði grannt yfir málið. Spurður um möguleg áhrif málsins á ímynd íslenskrar matvælaframleiðslu segir Steingrímur málið óheppilegt. „En það fer allt eftir því hvernig brugðist verður við og hvort menn sýni með trúverðugum hætti að slíkt muni ekki gerast aftur. Trúverðugleiki og orðstír ræðst að miklu leyti af því að menn taki með einurð á því þegar svona kemur upp.“ Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sagði í gærkvöld að fyrirtækið hafi ekki haft vitneskju um að umrætt salt hafi ekki verið ætlað til matvælaframleiðslu. Það hafi hins vegar verið notað í skamman tíma í aðeins tvær vörur af rúmlega 500 hjá fyrirtækinu. Einar segir málið afar bagalegt fyrir fyrirtækið. „Við leggjum upp úr að vera með fyrsta flokks framleiðslu og hráefni og þess vegna er mjög óþægilegt þegar atvik af þessu tagi koma upp. Við brugðumst strax við þessu og dreifðum eftir það engum mjólkurvörum sem innihéldu iðnaðarsalt.“ Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins eru meðal þeirra sem hafa keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni til að nota við matvælaframleiðslu. Listi yfir þá tugi fyrirtækja sem um er að ræða var birtur á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í gær. Þar á meðal eru Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og Mjólkursamsalan. Upp komst að iðnaðarsalt hefði verið selt til matvælafyrirtækja fyrr í vetur og um miðjan nóvember gerði Matvælastofnun (MAST) heilbrigðiseftirlitinu grein fyrir málinu. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu kemur fram að þá hafi MAST greint frá ákvörðun sinni um að leyfa Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru. Heilbrigðiseftirlitið var ekki sammála þeirri ákvörðun. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í samtali við Fréttablaðið að þó að vissulega mætti gera athugasemdir við eftirlitsstofnanir og birgja sé ábyrgðin fyrst og fremst hjá matvælaframleiðendunum. „Það brýtur í bága við reglur að nota iðnaðarsalt í matvæli og það er þar sem brotin eiga sér stað.“ Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir ráðuneytið líta málið alvarlegum augum og farið verði grannt yfir málið. Spurður um möguleg áhrif málsins á ímynd íslenskrar matvælaframleiðslu segir Steingrímur málið óheppilegt. „En það fer allt eftir því hvernig brugðist verður við og hvort menn sýni með trúverðugum hætti að slíkt muni ekki gerast aftur. Trúverðugleiki og orðstír ræðst að miklu leyti af því að menn taki með einurð á því þegar svona kemur upp.“ Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sagði í gærkvöld að fyrirtækið hafi ekki haft vitneskju um að umrætt salt hafi ekki verið ætlað til matvælaframleiðslu. Það hafi hins vegar verið notað í skamman tíma í aðeins tvær vörur af rúmlega 500 hjá fyrirtækinu. Einar segir málið afar bagalegt fyrir fyrirtækið. „Við leggjum upp úr að vera með fyrsta flokks framleiðslu og hráefni og þess vegna er mjög óþægilegt þegar atvik af þessu tagi koma upp. Við brugðumst strax við þessu og dreifðum eftir það engum mjólkurvörum sem innihéldu iðnaðarsalt.“
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira