AGS aðstoðar við gerð laga um fjármál hins opinbera 14. janúar 2012 07:00 Meðal þess sem ný rammalöggjöf um fjármál hins opinbera tekur á er ákveðnari vinnurammi við gerð fjárlaga, þar sem fjárveitingar eru skipulagðari og taka meira mið af heildarstefnu í hverjum málaflokki. Fréttablaðið/GVA Í nýrri skýrslu starfshóps AGS eru ráðleggingar til stjórnvalda við setningu nýrrar rammalöggjafar um fjármál hins opinbera. Fjármálaráðuneytið bað um skýrsluna. Frumvarpsdrög eiga að verða til fyrir þinglok. Ný rammalöggjöf um fjármál hins opinbera á að taka á vöntun, glufum og ósamræmi í lagaumhverfi sem átti þátt í fjármálalegum óstöðugleika fyrir hrun. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Fjármálaráðuneytið fór fram á tæknilegt liðsinni sjóðsins við undirbúning nýrrar rammalöggjafar. Skýrslan, sem kom út í gær, nefnist „Toward a New Organic Budget Law“. Í henni segir að upprisa Íslands úr efnahagshruninu 2008 feli í sér einstakt tækifæri til að endurskoða löggjöf og vinnuferla sem mótað hafi ákvarðanir í opinberum fjármálum síðasta áratug. Starfshópur sjóðsins fundaði hér á landi 18. til 31. október síðastliðinn með nefnd fjármálaráðuneytisins um endurskoðun gildandi löggjafar, auk fjölda fólks sem kemur að ákvarðanatöku um opinber fjármál. „Skýrslan og tilmæli hennar eru fyrsta innleggið í vinnu nefndar ráðuneytisins,“ segir í skýrslunni. Auk þess að taka á glufum og ósamræmi telur starfslið AGS að ný löggjöf eigi að festa í sessi góða fjárlagahætti sem teknir hafi verið upp eftir hrun, búa til styrkan grunn sjálfbærrar fjármálastefnu til framtíðar og um leið koma Íslandi í hóp þeirra landa sem fremst standa í umgjörð opinberra fjármála í heiminum. Skýrslan, sem er um 80 síður, er nokkuð ítarleg og í henni er að finna samanburð við önnur lönd, sér í lagi þar sem lög um opinber fjármál hafa verið endurskoðuð. Lagðar eru til aðferðir til að koma meiri aga og skipulagi á undirbúning fjárlaga og ákvarðanatöku á Alþingi. Þannig ætti eftir gildistöku nýrra laga að heyra sögunni til að mál einstakra stofnana dúkki upp á síðustu stundu við gerð fjárlaga. Komi í ljós að stofnun skorti fé eftir að búið er að úthluta fé til hennar málaflokks, þá verði ekki annað í boði en tilfærsla fjármuna sem ætlaðir hafa verið til þess flokks, en ekki aukin fjárútlát ríkisins. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem fer fyrir nefndinni um rammalöggjöfina nýju, segir mikla áherslu lagða á verkefnið. Hann segir gildissvið fjárreiðulaganna, sem á sínum tíma hafi verið mikil framför, vera tiltölulega afmarkað. „Til hefur staðið að setja almennari lagaramma sem tekur til allra þátta, áætlanagerðar í ríkisfjármálum, fjárlagaferlisins, framkvæmdar fjárlaga og eftirlits með henni, sem og reikningshaldi,“ segir hann og kveður drög lögð að mjög heildstæðri lagasetningu. Með skýrslu sérfræðinga AGS segir Guðmundur fram komið gagn sem eigi eftir að nýtast mjög vel í þeirri vinnu sem hafin sé. „Ef allt gengur að óskum vonumst við til þess að hægt verði að kynna heildstæð frumvarpsdrög þegar líður að þinglokum,“ segir hann. Drögin verði þá lögð fram til kynningar á Alþingi. „Tímaáætlunin er nokkuð knöpp en við teljum okkur geta unnið þetta vandlega og af kostgæfni innan þessa tímaramma. Síðan mun þingið væntanlega þurfa rúman tíma til að fara yfir málið,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Í nýrri skýrslu starfshóps AGS eru ráðleggingar til stjórnvalda við setningu nýrrar rammalöggjafar um fjármál hins opinbera. Fjármálaráðuneytið bað um skýrsluna. Frumvarpsdrög eiga að verða til fyrir þinglok. Ný rammalöggjöf um fjármál hins opinbera á að taka á vöntun, glufum og ósamræmi í lagaumhverfi sem átti þátt í fjármálalegum óstöðugleika fyrir hrun. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Fjármálaráðuneytið fór fram á tæknilegt liðsinni sjóðsins við undirbúning nýrrar rammalöggjafar. Skýrslan, sem kom út í gær, nefnist „Toward a New Organic Budget Law“. Í henni segir að upprisa Íslands úr efnahagshruninu 2008 feli í sér einstakt tækifæri til að endurskoða löggjöf og vinnuferla sem mótað hafi ákvarðanir í opinberum fjármálum síðasta áratug. Starfshópur sjóðsins fundaði hér á landi 18. til 31. október síðastliðinn með nefnd fjármálaráðuneytisins um endurskoðun gildandi löggjafar, auk fjölda fólks sem kemur að ákvarðanatöku um opinber fjármál. „Skýrslan og tilmæli hennar eru fyrsta innleggið í vinnu nefndar ráðuneytisins,“ segir í skýrslunni. Auk þess að taka á glufum og ósamræmi telur starfslið AGS að ný löggjöf eigi að festa í sessi góða fjárlagahætti sem teknir hafi verið upp eftir hrun, búa til styrkan grunn sjálfbærrar fjármálastefnu til framtíðar og um leið koma Íslandi í hóp þeirra landa sem fremst standa í umgjörð opinberra fjármála í heiminum. Skýrslan, sem er um 80 síður, er nokkuð ítarleg og í henni er að finna samanburð við önnur lönd, sér í lagi þar sem lög um opinber fjármál hafa verið endurskoðuð. Lagðar eru til aðferðir til að koma meiri aga og skipulagi á undirbúning fjárlaga og ákvarðanatöku á Alþingi. Þannig ætti eftir gildistöku nýrra laga að heyra sögunni til að mál einstakra stofnana dúkki upp á síðustu stundu við gerð fjárlaga. Komi í ljós að stofnun skorti fé eftir að búið er að úthluta fé til hennar málaflokks, þá verði ekki annað í boði en tilfærsla fjármuna sem ætlaðir hafa verið til þess flokks, en ekki aukin fjárútlát ríkisins. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem fer fyrir nefndinni um rammalöggjöfina nýju, segir mikla áherslu lagða á verkefnið. Hann segir gildissvið fjárreiðulaganna, sem á sínum tíma hafi verið mikil framför, vera tiltölulega afmarkað. „Til hefur staðið að setja almennari lagaramma sem tekur til allra þátta, áætlanagerðar í ríkisfjármálum, fjárlagaferlisins, framkvæmdar fjárlaga og eftirlits með henni, sem og reikningshaldi,“ segir hann og kveður drög lögð að mjög heildstæðri lagasetningu. Með skýrslu sérfræðinga AGS segir Guðmundur fram komið gagn sem eigi eftir að nýtast mjög vel í þeirri vinnu sem hafin sé. „Ef allt gengur að óskum vonumst við til þess að hægt verði að kynna heildstæð frumvarpsdrög þegar líður að þinglokum,“ segir hann. Drögin verði þá lögð fram til kynningar á Alþingi. „Tímaáætlunin er nokkuð knöpp en við teljum okkur geta unnið þetta vandlega og af kostgæfni innan þessa tímaramma. Síðan mun þingið væntanlega þurfa rúman tíma til að fara yfir málið,“ segir hann. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira