Draumur rafvirkjans knúinn af vindinum 14. janúar 2012 06:00 Samskonar vindmylla og setja á upp við bæ Hrafnkels Guðjónssonar á Rauðalæk og ætlað er að hjálpa til við kyndinguna og draga þar með úr miklum rafmagnskostnaði. Mynd/Rafey Hrafnkell Guðjónsson og Eyjólfur Jóhannsson, rafverktakar á Héraði, vona að kínverskar vindmyllur lækki rafmagnsreikninga verulega hjá þeim sem ekki hafa hitaveitu. Tilraunamylla verður farin að snúast um næstu mánaðamót. „Það er fyrst núna sem við erum að láta gamla drauma rætast,“ segir Hrafnkell Guðjónsson rafverktaki sem fengið hefur leyfi til uppsetningar á vindmyllu við heimili sitt á Rauðalæk á Héraði. „Þetta er stöð sem getur framleitt fimm kílóvött þegar vel lætur og hentar vel fyrir sveitabæi og minni notendur,“ segir Hrafnkell um vindmylluna sem setja á upp á Rauðalæk. „Þetta er tilraunaverkefni í gegnum fyrirtæki okkar Rafey,“ heldur Hrafnkell áfram. „Ætlunin er að nota mylluna sem meðafl, fyrst og fremst erum við að hugsa um þetta á köldum svæðum fyrir kyndingar. Þetta er hentugt fyrir kyndingar því þær þola mikla sveiflu í spennu.“ Sjálfur býr Hrafnkell í gömlu félagsheimili á Rauðalæk og kveðst fá um 55 þúsund króna rafmagnsreikning á hverjum mánuði enda er öll 350 fermetra byggingin kynnt með rafmagni eins og önnur hús á þessu hitaveitulausa svæði. Hann segir löngu kominn tíma til að beisla vindinn til að draga úr þessum kostnaði. „Ég tala nú ekki um þegar verið að er að ræða um sjö prósenta hækkun á dreifigjaldi fyrir rafmagn í dreifbýli. Það er allt sem kallar á þetta,“ segir hann. Að sögn Hrafnkels hefur hann lengi spáð í raforkuframleiðslu með vindmyllum og gert tilraunir við bæ sinn. „Við erum á fullu að hugsa um þetta og höfum verið að því í tugi ára. Ef þetta gengur þá verður myllan ekki lengi að borga sig fyrir mig. Miðað við það sem við erum búnir að sjá eru þetta tölur sem eru hagstæðar fyrir þessa gerð af notkun,“ segir hann. Vindmyllan er af Huaya-gerð, smíðuð í Kína og hefur sex metra vænghaf. Undirstöður fyrir tólf metra hátt mastur sem bera á mylluna eru tilbúnar og hún gæti verið komið í gagnið um mánaðamótin. „Fylgst verður vel með virkni myllunnar og mælingar gerðar á getu hennar til upphitunar. Sviptivindar eru algengir þar sem myllan verður sett upp og því fæst einnig reynsla af hvernig hún stendur sig í roki,“ segir Eyjólfur Jóhannsson hjá Rafey. Þótt myllan sé fyrst og fremst hugsuð til upphitunar segir Eyjólfur líka hægt að tengja við hana venjuleg ljós og rafmagnstæki. „Það er fyrsta skrefið að prófa þessa myllu. Ef hún kemur vel út þá fáum við stærri,“ segir Hrafnkell. „Við fengum reyndar líka eina minni sem er tvö kílóvött og er meira fyrir sumarhús og veiðikofa. Við erum rétt að byrja.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Hrafnkell Guðjónsson og Eyjólfur Jóhannsson, rafverktakar á Héraði, vona að kínverskar vindmyllur lækki rafmagnsreikninga verulega hjá þeim sem ekki hafa hitaveitu. Tilraunamylla verður farin að snúast um næstu mánaðamót. „Það er fyrst núna sem við erum að láta gamla drauma rætast,“ segir Hrafnkell Guðjónsson rafverktaki sem fengið hefur leyfi til uppsetningar á vindmyllu við heimili sitt á Rauðalæk á Héraði. „Þetta er stöð sem getur framleitt fimm kílóvött þegar vel lætur og hentar vel fyrir sveitabæi og minni notendur,“ segir Hrafnkell um vindmylluna sem setja á upp á Rauðalæk. „Þetta er tilraunaverkefni í gegnum fyrirtæki okkar Rafey,“ heldur Hrafnkell áfram. „Ætlunin er að nota mylluna sem meðafl, fyrst og fremst erum við að hugsa um þetta á köldum svæðum fyrir kyndingar. Þetta er hentugt fyrir kyndingar því þær þola mikla sveiflu í spennu.“ Sjálfur býr Hrafnkell í gömlu félagsheimili á Rauðalæk og kveðst fá um 55 þúsund króna rafmagnsreikning á hverjum mánuði enda er öll 350 fermetra byggingin kynnt með rafmagni eins og önnur hús á þessu hitaveitulausa svæði. Hann segir löngu kominn tíma til að beisla vindinn til að draga úr þessum kostnaði. „Ég tala nú ekki um þegar verið að er að ræða um sjö prósenta hækkun á dreifigjaldi fyrir rafmagn í dreifbýli. Það er allt sem kallar á þetta,“ segir hann. Að sögn Hrafnkels hefur hann lengi spáð í raforkuframleiðslu með vindmyllum og gert tilraunir við bæ sinn. „Við erum á fullu að hugsa um þetta og höfum verið að því í tugi ára. Ef þetta gengur þá verður myllan ekki lengi að borga sig fyrir mig. Miðað við það sem við erum búnir að sjá eru þetta tölur sem eru hagstæðar fyrir þessa gerð af notkun,“ segir hann. Vindmyllan er af Huaya-gerð, smíðuð í Kína og hefur sex metra vænghaf. Undirstöður fyrir tólf metra hátt mastur sem bera á mylluna eru tilbúnar og hún gæti verið komið í gagnið um mánaðamótin. „Fylgst verður vel með virkni myllunnar og mælingar gerðar á getu hennar til upphitunar. Sviptivindar eru algengir þar sem myllan verður sett upp og því fæst einnig reynsla af hvernig hún stendur sig í roki,“ segir Eyjólfur Jóhannsson hjá Rafey. Þótt myllan sé fyrst og fremst hugsuð til upphitunar segir Eyjólfur líka hægt að tengja við hana venjuleg ljós og rafmagnstæki. „Það er fyrsta skrefið að prófa þessa myllu. Ef hún kemur vel út þá fáum við stærri,“ segir Hrafnkell. „Við fengum reyndar líka eina minni sem er tvö kílóvött og er meira fyrir sumarhús og veiðikofa. Við erum rétt að byrja.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira