Bóndi í Vigur segir bannið ógna búskap 5. janúar 2012 06:00 Í Vigur hafa verið veiddir fimm til tíu þúsund lundar á ári. mynd/björn baldursson „Er þetta ekki eignaupptaka, ég spyr. Við missum töluverðan hluta af okkar tekjum sem gerir erfiðara fyrir okkur að halda áfram búskap hér í eynni. Virði jarðarinnar rýrnar svo ofan í kaupið,“ segir Salvar Baldursson, hlunnindabóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Eins og greint var frá í fréttum í gær hefur umhverfisráðherra fengið samþykki ríkisstjórnar til að breyta lögum svo hægt sé að friða fimm sjófuglastofna af svartfuglaætt. Friðun er ómöguleg ef 20. grein laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum stendur. Greinin fjallar um hlunnindarétt og sölu afurða. Salvar segir að veiði á lunda sé um 15% af tekjum þeirra sem búa í Vigur. Teknir séu fimm til tíu þúsund fuglar á ári, eftir aðstæðum. „Flesta munar um það, en það versta er að ég kem ekki auga á tilganginn. Lundinn er í vandræðum í Vestmannaeyjum og víðar en það segir ekkert um stöðuna hérna. Hér hefur lundi sótt í sig veðrið á undanförnum árum. Ég vil ekki meira af lunda því hér er stórt æðarvarp, sem fer ekki vel saman við of mikinn lunda.“ Salvar hefur veitt lunda í 40 ár í Vigur. Hann segir að á þeim tíma hafi sést greinilegar sveiflur á stofninum. „Þú fjölgar ekki lunda á excel-skjali. Þetta snýst allt um ætið og hvar fuglinn vill vera þess vegna,“ segir Salvar. Hann bendir á til samanburðar að í skýrslunni komi fram að einn netabátur hafi skráð 8.000 fugla í skýrslur eitt árið. Bændasamtökin hafa harðlega gagnrýnt lagabreytingu til friðunar og hvetja til þess að gerðir séu samningar við landeigendur um veiðihlé eða takmörkun veiða. Vegna þessa sögðu samtökin sig frá skýrslu starfshóps umhverfisráðherra en meirihluti hans mælir með friðun. Í úrsagnarbréfi fulltrúa BÍ er bent á að líka þurfi að horfa til sjálfbærrar þróunar byggða í landinu. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, fulltrúi Bændasamtakanna í starfshópnum, segir í viðtali við Fréttablaðið að í afskekktum byggðum séu hlunnindi oft meginuppistaðan í búskap. Það verði að virða. Einnig rétt landeigenda til nýtingar á hlunnindum þótt þeir stundi ekki búskap á jörðinni. Þá finna Bændasamtökin að því að lögum sé breytt vegna þess að lagabreytingar verði ekki aftur teknar. svavar@frettabladid.is Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
„Er þetta ekki eignaupptaka, ég spyr. Við missum töluverðan hluta af okkar tekjum sem gerir erfiðara fyrir okkur að halda áfram búskap hér í eynni. Virði jarðarinnar rýrnar svo ofan í kaupið,“ segir Salvar Baldursson, hlunnindabóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Eins og greint var frá í fréttum í gær hefur umhverfisráðherra fengið samþykki ríkisstjórnar til að breyta lögum svo hægt sé að friða fimm sjófuglastofna af svartfuglaætt. Friðun er ómöguleg ef 20. grein laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum stendur. Greinin fjallar um hlunnindarétt og sölu afurða. Salvar segir að veiði á lunda sé um 15% af tekjum þeirra sem búa í Vigur. Teknir séu fimm til tíu þúsund fuglar á ári, eftir aðstæðum. „Flesta munar um það, en það versta er að ég kem ekki auga á tilganginn. Lundinn er í vandræðum í Vestmannaeyjum og víðar en það segir ekkert um stöðuna hérna. Hér hefur lundi sótt í sig veðrið á undanförnum árum. Ég vil ekki meira af lunda því hér er stórt æðarvarp, sem fer ekki vel saman við of mikinn lunda.“ Salvar hefur veitt lunda í 40 ár í Vigur. Hann segir að á þeim tíma hafi sést greinilegar sveiflur á stofninum. „Þú fjölgar ekki lunda á excel-skjali. Þetta snýst allt um ætið og hvar fuglinn vill vera þess vegna,“ segir Salvar. Hann bendir á til samanburðar að í skýrslunni komi fram að einn netabátur hafi skráð 8.000 fugla í skýrslur eitt árið. Bændasamtökin hafa harðlega gagnrýnt lagabreytingu til friðunar og hvetja til þess að gerðir séu samningar við landeigendur um veiðihlé eða takmörkun veiða. Vegna þessa sögðu samtökin sig frá skýrslu starfshóps umhverfisráðherra en meirihluti hans mælir með friðun. Í úrsagnarbréfi fulltrúa BÍ er bent á að líka þurfi að horfa til sjálfbærrar þróunar byggða í landinu. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, fulltrúi Bændasamtakanna í starfshópnum, segir í viðtali við Fréttablaðið að í afskekktum byggðum séu hlunnindi oft meginuppistaðan í búskap. Það verði að virða. Einnig rétt landeigenda til nýtingar á hlunnindum þótt þeir stundi ekki búskap á jörðinni. Þá finna Bændasamtökin að því að lögum sé breytt vegna þess að lagabreytingar verði ekki aftur teknar. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira