Bóndi í Vigur segir bannið ógna búskap 5. janúar 2012 06:00 Í Vigur hafa verið veiddir fimm til tíu þúsund lundar á ári. mynd/björn baldursson „Er þetta ekki eignaupptaka, ég spyr. Við missum töluverðan hluta af okkar tekjum sem gerir erfiðara fyrir okkur að halda áfram búskap hér í eynni. Virði jarðarinnar rýrnar svo ofan í kaupið,“ segir Salvar Baldursson, hlunnindabóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Eins og greint var frá í fréttum í gær hefur umhverfisráðherra fengið samþykki ríkisstjórnar til að breyta lögum svo hægt sé að friða fimm sjófuglastofna af svartfuglaætt. Friðun er ómöguleg ef 20. grein laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum stendur. Greinin fjallar um hlunnindarétt og sölu afurða. Salvar segir að veiði á lunda sé um 15% af tekjum þeirra sem búa í Vigur. Teknir séu fimm til tíu þúsund fuglar á ári, eftir aðstæðum. „Flesta munar um það, en það versta er að ég kem ekki auga á tilganginn. Lundinn er í vandræðum í Vestmannaeyjum og víðar en það segir ekkert um stöðuna hérna. Hér hefur lundi sótt í sig veðrið á undanförnum árum. Ég vil ekki meira af lunda því hér er stórt æðarvarp, sem fer ekki vel saman við of mikinn lunda.“ Salvar hefur veitt lunda í 40 ár í Vigur. Hann segir að á þeim tíma hafi sést greinilegar sveiflur á stofninum. „Þú fjölgar ekki lunda á excel-skjali. Þetta snýst allt um ætið og hvar fuglinn vill vera þess vegna,“ segir Salvar. Hann bendir á til samanburðar að í skýrslunni komi fram að einn netabátur hafi skráð 8.000 fugla í skýrslur eitt árið. Bændasamtökin hafa harðlega gagnrýnt lagabreytingu til friðunar og hvetja til þess að gerðir séu samningar við landeigendur um veiðihlé eða takmörkun veiða. Vegna þessa sögðu samtökin sig frá skýrslu starfshóps umhverfisráðherra en meirihluti hans mælir með friðun. Í úrsagnarbréfi fulltrúa BÍ er bent á að líka þurfi að horfa til sjálfbærrar þróunar byggða í landinu. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, fulltrúi Bændasamtakanna í starfshópnum, segir í viðtali við Fréttablaðið að í afskekktum byggðum séu hlunnindi oft meginuppistaðan í búskap. Það verði að virða. Einnig rétt landeigenda til nýtingar á hlunnindum þótt þeir stundi ekki búskap á jörðinni. Þá finna Bændasamtökin að því að lögum sé breytt vegna þess að lagabreytingar verði ekki aftur teknar. svavar@frettabladid.is Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Er þetta ekki eignaupptaka, ég spyr. Við missum töluverðan hluta af okkar tekjum sem gerir erfiðara fyrir okkur að halda áfram búskap hér í eynni. Virði jarðarinnar rýrnar svo ofan í kaupið,“ segir Salvar Baldursson, hlunnindabóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Eins og greint var frá í fréttum í gær hefur umhverfisráðherra fengið samþykki ríkisstjórnar til að breyta lögum svo hægt sé að friða fimm sjófuglastofna af svartfuglaætt. Friðun er ómöguleg ef 20. grein laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum stendur. Greinin fjallar um hlunnindarétt og sölu afurða. Salvar segir að veiði á lunda sé um 15% af tekjum þeirra sem búa í Vigur. Teknir séu fimm til tíu þúsund fuglar á ári, eftir aðstæðum. „Flesta munar um það, en það versta er að ég kem ekki auga á tilganginn. Lundinn er í vandræðum í Vestmannaeyjum og víðar en það segir ekkert um stöðuna hérna. Hér hefur lundi sótt í sig veðrið á undanförnum árum. Ég vil ekki meira af lunda því hér er stórt æðarvarp, sem fer ekki vel saman við of mikinn lunda.“ Salvar hefur veitt lunda í 40 ár í Vigur. Hann segir að á þeim tíma hafi sést greinilegar sveiflur á stofninum. „Þú fjölgar ekki lunda á excel-skjali. Þetta snýst allt um ætið og hvar fuglinn vill vera þess vegna,“ segir Salvar. Hann bendir á til samanburðar að í skýrslunni komi fram að einn netabátur hafi skráð 8.000 fugla í skýrslur eitt árið. Bændasamtökin hafa harðlega gagnrýnt lagabreytingu til friðunar og hvetja til þess að gerðir séu samningar við landeigendur um veiðihlé eða takmörkun veiða. Vegna þessa sögðu samtökin sig frá skýrslu starfshóps umhverfisráðherra en meirihluti hans mælir með friðun. Í úrsagnarbréfi fulltrúa BÍ er bent á að líka þurfi að horfa til sjálfbærrar þróunar byggða í landinu. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, fulltrúi Bændasamtakanna í starfshópnum, segir í viðtali við Fréttablaðið að í afskekktum byggðum séu hlunnindi oft meginuppistaðan í búskap. Það verði að virða. Einnig rétt landeigenda til nýtingar á hlunnindum þótt þeir stundi ekki búskap á jörðinni. Þá finna Bændasamtökin að því að lögum sé breytt vegna þess að lagabreytingar verði ekki aftur teknar. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira