Biðja Jón að greiða hlut í dýru malbiki 3. janúar 2012 04:00 Bæjarstjórnin hefur ákveðið að óska eftir þátttöku vatnsverksmiðju Jóns í kostnaðnum. Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi sínum milli jóla og nýárs að greiða verktakafyrirtækinu KNH ehf. þrjár og hálfa milljón fyrir að malbika um hundrað metra vegspotta heim að vatnsverksmiðju Jóns Ólafssonar. Jafnframt var samþykkt að óska eftir að fyrirtækið, Icelandic Water Holdings, tæki þátt í kostnaðinum, enda hefði malbikunin verið óeðlilega dýr og úr takti við sambærilegar framkvæmdir í grenndinni. Upphæðin er afrakstur samningaviðræðna við verktakann, sem krafðist í fyrstu fimm milljóna fyrir verkið. Það var Ólafur Áki Ragnarsson, þáverandi bæjarstjóri, sem bað um malbikunina, eftir að hann heimsótti Icelandic Water Holdings og var bent á að þar ætti eftir að leggja bundið slitlag. Ólafur segir að þegar Vegagerðin lagði slitlag á veginn að verksmiðjunni hafi verið skilinn eftir stuttur kafli heim að verksmiðjunni. Ólafur hafi í framhaldi haft samband við Vegagerðina og fengið þau svör að það væri ekki hlutverk stofnunarinnar að bæta úr því. Hann hafi í kjölfarið beðið KNH um að taka verkið að sér, enda hafi það verið í samræmi við malbikun heimreiða að öðrum bæjarstæðum. Síðar barst bænum fimm milljóna reikningur vegna verksins, mun hærri en vegna sambærilega framkvæmda. Ólafur Áki klauf Sjálfstæðisflokkinn í Ölfusi fyrir síðustu kosningar og vermdi þriðja sætið á lista nýstofnaðs A-lista, sem nú situr í meirihluta í bæjarfélaginu. Ólafur er nú fluttur aftur heim á Djúpavog. Samherjar hans í A-listanum í Ölfusi létu bóka á síðasta bæjarstjórnarfundi að vinnubrögðin sem höfð voru uppi þegar ákveðið var að malbika heimreiðina hafi verið „ámælisverð og ekki til eftirbreytni né í þeim anda sem núverandi meirihluti vill starfa eftir“. Mikilvægt sé að rekjanlegar, gagnsæjar skráningar séu til um allar ákvarðanir og framkvæmdir í sveitarfélaginu. Þessari gagnrýni vísar Ólafur Áki á bug, enda hafi allt varðandi þessa ákvörðun verið rækilega skrásett, þótt ekki hafi verið gerður skriflegur samningur við verktakann, sem hafi ekki tíðkast við slíkar minni háttar framkvæmdir. „Það var ekkert sem ég tel ámælisvert í þessum vinnubrögðum. Menn hafa þá bara ekki kynnt sér gögnin eða verið með hugann annars staðar,“ segir Ólafur. „Ég er afskaplega stoltur af því að hafa tekið þátt í að byggja upp heimreiðar í Ölfusi, ég tala nú ekki um hjá Vatnsfélaginu, einu glæsilegasta fyrirtæki á Suðurlandi.“ stigur@frettabladid.is Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi sínum milli jóla og nýárs að greiða verktakafyrirtækinu KNH ehf. þrjár og hálfa milljón fyrir að malbika um hundrað metra vegspotta heim að vatnsverksmiðju Jóns Ólafssonar. Jafnframt var samþykkt að óska eftir að fyrirtækið, Icelandic Water Holdings, tæki þátt í kostnaðinum, enda hefði malbikunin verið óeðlilega dýr og úr takti við sambærilegar framkvæmdir í grenndinni. Upphæðin er afrakstur samningaviðræðna við verktakann, sem krafðist í fyrstu fimm milljóna fyrir verkið. Það var Ólafur Áki Ragnarsson, þáverandi bæjarstjóri, sem bað um malbikunina, eftir að hann heimsótti Icelandic Water Holdings og var bent á að þar ætti eftir að leggja bundið slitlag. Ólafur segir að þegar Vegagerðin lagði slitlag á veginn að verksmiðjunni hafi verið skilinn eftir stuttur kafli heim að verksmiðjunni. Ólafur hafi í framhaldi haft samband við Vegagerðina og fengið þau svör að það væri ekki hlutverk stofnunarinnar að bæta úr því. Hann hafi í kjölfarið beðið KNH um að taka verkið að sér, enda hafi það verið í samræmi við malbikun heimreiða að öðrum bæjarstæðum. Síðar barst bænum fimm milljóna reikningur vegna verksins, mun hærri en vegna sambærilega framkvæmda. Ólafur Áki klauf Sjálfstæðisflokkinn í Ölfusi fyrir síðustu kosningar og vermdi þriðja sætið á lista nýstofnaðs A-lista, sem nú situr í meirihluta í bæjarfélaginu. Ólafur er nú fluttur aftur heim á Djúpavog. Samherjar hans í A-listanum í Ölfusi létu bóka á síðasta bæjarstjórnarfundi að vinnubrögðin sem höfð voru uppi þegar ákveðið var að malbika heimreiðina hafi verið „ámælisverð og ekki til eftirbreytni né í þeim anda sem núverandi meirihluti vill starfa eftir“. Mikilvægt sé að rekjanlegar, gagnsæjar skráningar séu til um allar ákvarðanir og framkvæmdir í sveitarfélaginu. Þessari gagnrýni vísar Ólafur Áki á bug, enda hafi allt varðandi þessa ákvörðun verið rækilega skrásett, þótt ekki hafi verið gerður skriflegur samningur við verktakann, sem hafi ekki tíðkast við slíkar minni háttar framkvæmdir. „Það var ekkert sem ég tel ámælisvert í þessum vinnubrögðum. Menn hafa þá bara ekki kynnt sér gögnin eða verið með hugann annars staðar,“ segir Ólafur. „Ég er afskaplega stoltur af því að hafa tekið þátt í að byggja upp heimreiðar í Ölfusi, ég tala nú ekki um hjá Vatnsfélaginu, einu glæsilegasta fyrirtæki á Suðurlandi.“ stigur@frettabladid.is
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira