Ætlar ekki að rústa öllu því sem Steingrímur hefur gert 2. janúar 2012 11:00 Steingrímur J. Sigfússon flakkaði milli ráðuneyta á gamlársdag, lét eina lykla frá sér og tók við tveimur í staðinn. Fréttablaðið/daníel Oddný G. Harðardóttir býst við að stíga úr stóli fjármálaráðherra í lok sumars. Ráðherranefnd mun endurskipuleggja stjórnarráðið. Verkefni efnahags- og viðskiptaráðuneytis gætu skipst á milli þriggja annarra. „Auðvitað verður að vera samfella í þessu starfi. Ég kem ekki og rústa öllu því sem Steingrímur hefur verið að gera – langt frá því," segir Oddný G. Harðardóttir, nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur störf í dag. Oddný tók við lyklum að ráðuneytinu af Steingrími J. Sigfússyni á gamlársdag. Steingrími voru á móti færð lyklavöldin að bæði efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu úr höndum Árna Páls Árnasonar og Jóns Bjarnasonar. Oddný, sem var bæjarstjóri í Garði áður en hún settist á þing árið 2009, hefur verið þingflokksformaður Samfylkingarinnar og þar áður formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hún segir að þótt stjórnarflokkarnir tveir séu ólíkir – hafi að geyma ólíkt fólk og starfi eftir ólíkum stefnum – þá muni ekki endilega ýkja mikið breytast við að ráðuneyti fjármála flytjist milli flokkanna. „Við í stjórnarmeirihlutanum erum búin að samþykkja fjögurra ára plan og ég vinn eftir því," segir Oddný. Á næstu vikum fer Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra í barneignarleyfi. Eftir það stendur til að leggja iðnaðarráðuneytið niður og skipta verkefnum þess á milli nýs atvinnuvegaráðuneytis Steingríms J. Sigfússonar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis Svandísar Svavarsdóttur. Katrín snýr aftur úr fæðingarorlofi í sumarlok og þá á Oddný von á að hverfa aftur úr ríkisstjórninni. „Ég bara geri ráð fyrir því. Ég hef svo sem ekki farið yfir það sérstaklega með Jóhönnu, en þegar Katrín kemur hún aftur þarf ein kona að fara út úr stjórninni fyrir hana og ekki verður það Jóhanna. Ég tek bara þennan sprett fyrir flokkinn minn," segir hún. Ekki liggur fyrir hvort Katrín fer þá í fjármálaráðuneytið eða frekari hrókeringar verða. Sérstök ráðherranefnd verður sett á laggirnar nú strax í ársbyrjun til að fjalla um og undirbúa breytingarnar á stjórnarráðinu, sem munu snúa að stofnun atvinnuvegaráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Hinu síðarnefnda er ætlað að taka yfir málaflokka er varða auðlindanýtingu, til að mynda orkumálin úr iðnaðarráðuneytinu og hafrannsóknir úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í atvinnuvegaráðuneytinu sameinast verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og viðskiptahluta efnahags- og viðskiptaráðuneytisins – þeirra á meðal bankamál. Rætt er um að önnur verkefni efnahags- og viðskiptaráðuneytisins skiptist á milli fjármála- og forsætisráðuneyta. stigur@frettabladid.is Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir býst við að stíga úr stóli fjármálaráðherra í lok sumars. Ráðherranefnd mun endurskipuleggja stjórnarráðið. Verkefni efnahags- og viðskiptaráðuneytis gætu skipst á milli þriggja annarra. „Auðvitað verður að vera samfella í þessu starfi. Ég kem ekki og rústa öllu því sem Steingrímur hefur verið að gera – langt frá því," segir Oddný G. Harðardóttir, nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur störf í dag. Oddný tók við lyklum að ráðuneytinu af Steingrími J. Sigfússyni á gamlársdag. Steingrími voru á móti færð lyklavöldin að bæði efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu úr höndum Árna Páls Árnasonar og Jóns Bjarnasonar. Oddný, sem var bæjarstjóri í Garði áður en hún settist á þing árið 2009, hefur verið þingflokksformaður Samfylkingarinnar og þar áður formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hún segir að þótt stjórnarflokkarnir tveir séu ólíkir – hafi að geyma ólíkt fólk og starfi eftir ólíkum stefnum – þá muni ekki endilega ýkja mikið breytast við að ráðuneyti fjármála flytjist milli flokkanna. „Við í stjórnarmeirihlutanum erum búin að samþykkja fjögurra ára plan og ég vinn eftir því," segir Oddný. Á næstu vikum fer Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra í barneignarleyfi. Eftir það stendur til að leggja iðnaðarráðuneytið niður og skipta verkefnum þess á milli nýs atvinnuvegaráðuneytis Steingríms J. Sigfússonar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis Svandísar Svavarsdóttur. Katrín snýr aftur úr fæðingarorlofi í sumarlok og þá á Oddný von á að hverfa aftur úr ríkisstjórninni. „Ég bara geri ráð fyrir því. Ég hef svo sem ekki farið yfir það sérstaklega með Jóhönnu, en þegar Katrín kemur hún aftur þarf ein kona að fara út úr stjórninni fyrir hana og ekki verður það Jóhanna. Ég tek bara þennan sprett fyrir flokkinn minn," segir hún. Ekki liggur fyrir hvort Katrín fer þá í fjármálaráðuneytið eða frekari hrókeringar verða. Sérstök ráðherranefnd verður sett á laggirnar nú strax í ársbyrjun til að fjalla um og undirbúa breytingarnar á stjórnarráðinu, sem munu snúa að stofnun atvinnuvegaráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Hinu síðarnefnda er ætlað að taka yfir málaflokka er varða auðlindanýtingu, til að mynda orkumálin úr iðnaðarráðuneytinu og hafrannsóknir úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í atvinnuvegaráðuneytinu sameinast verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og viðskiptahluta efnahags- og viðskiptaráðuneytisins – þeirra á meðal bankamál. Rætt er um að önnur verkefni efnahags- og viðskiptaráðuneytisins skiptist á milli fjármála- og forsætisráðuneyta. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira