Ætlar ekki að rústa öllu því sem Steingrímur hefur gert 2. janúar 2012 11:00 Steingrímur J. Sigfússon flakkaði milli ráðuneyta á gamlársdag, lét eina lykla frá sér og tók við tveimur í staðinn. Fréttablaðið/daníel Oddný G. Harðardóttir býst við að stíga úr stóli fjármálaráðherra í lok sumars. Ráðherranefnd mun endurskipuleggja stjórnarráðið. Verkefni efnahags- og viðskiptaráðuneytis gætu skipst á milli þriggja annarra. „Auðvitað verður að vera samfella í þessu starfi. Ég kem ekki og rústa öllu því sem Steingrímur hefur verið að gera – langt frá því," segir Oddný G. Harðardóttir, nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur störf í dag. Oddný tók við lyklum að ráðuneytinu af Steingrími J. Sigfússyni á gamlársdag. Steingrími voru á móti færð lyklavöldin að bæði efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu úr höndum Árna Páls Árnasonar og Jóns Bjarnasonar. Oddný, sem var bæjarstjóri í Garði áður en hún settist á þing árið 2009, hefur verið þingflokksformaður Samfylkingarinnar og þar áður formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hún segir að þótt stjórnarflokkarnir tveir séu ólíkir – hafi að geyma ólíkt fólk og starfi eftir ólíkum stefnum – þá muni ekki endilega ýkja mikið breytast við að ráðuneyti fjármála flytjist milli flokkanna. „Við í stjórnarmeirihlutanum erum búin að samþykkja fjögurra ára plan og ég vinn eftir því," segir Oddný. Á næstu vikum fer Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra í barneignarleyfi. Eftir það stendur til að leggja iðnaðarráðuneytið niður og skipta verkefnum þess á milli nýs atvinnuvegaráðuneytis Steingríms J. Sigfússonar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis Svandísar Svavarsdóttur. Katrín snýr aftur úr fæðingarorlofi í sumarlok og þá á Oddný von á að hverfa aftur úr ríkisstjórninni. „Ég bara geri ráð fyrir því. Ég hef svo sem ekki farið yfir það sérstaklega með Jóhönnu, en þegar Katrín kemur hún aftur þarf ein kona að fara út úr stjórninni fyrir hana og ekki verður það Jóhanna. Ég tek bara þennan sprett fyrir flokkinn minn," segir hún. Ekki liggur fyrir hvort Katrín fer þá í fjármálaráðuneytið eða frekari hrókeringar verða. Sérstök ráðherranefnd verður sett á laggirnar nú strax í ársbyrjun til að fjalla um og undirbúa breytingarnar á stjórnarráðinu, sem munu snúa að stofnun atvinnuvegaráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Hinu síðarnefnda er ætlað að taka yfir málaflokka er varða auðlindanýtingu, til að mynda orkumálin úr iðnaðarráðuneytinu og hafrannsóknir úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í atvinnuvegaráðuneytinu sameinast verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og viðskiptahluta efnahags- og viðskiptaráðuneytisins – þeirra á meðal bankamál. Rætt er um að önnur verkefni efnahags- og viðskiptaráðuneytisins skiptist á milli fjármála- og forsætisráðuneyta. stigur@frettabladid.is Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir býst við að stíga úr stóli fjármálaráðherra í lok sumars. Ráðherranefnd mun endurskipuleggja stjórnarráðið. Verkefni efnahags- og viðskiptaráðuneytis gætu skipst á milli þriggja annarra. „Auðvitað verður að vera samfella í þessu starfi. Ég kem ekki og rústa öllu því sem Steingrímur hefur verið að gera – langt frá því," segir Oddný G. Harðardóttir, nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur störf í dag. Oddný tók við lyklum að ráðuneytinu af Steingrími J. Sigfússyni á gamlársdag. Steingrími voru á móti færð lyklavöldin að bæði efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu úr höndum Árna Páls Árnasonar og Jóns Bjarnasonar. Oddný, sem var bæjarstjóri í Garði áður en hún settist á þing árið 2009, hefur verið þingflokksformaður Samfylkingarinnar og þar áður formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hún segir að þótt stjórnarflokkarnir tveir séu ólíkir – hafi að geyma ólíkt fólk og starfi eftir ólíkum stefnum – þá muni ekki endilega ýkja mikið breytast við að ráðuneyti fjármála flytjist milli flokkanna. „Við í stjórnarmeirihlutanum erum búin að samþykkja fjögurra ára plan og ég vinn eftir því," segir Oddný. Á næstu vikum fer Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra í barneignarleyfi. Eftir það stendur til að leggja iðnaðarráðuneytið niður og skipta verkefnum þess á milli nýs atvinnuvegaráðuneytis Steingríms J. Sigfússonar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis Svandísar Svavarsdóttur. Katrín snýr aftur úr fæðingarorlofi í sumarlok og þá á Oddný von á að hverfa aftur úr ríkisstjórninni. „Ég bara geri ráð fyrir því. Ég hef svo sem ekki farið yfir það sérstaklega með Jóhönnu, en þegar Katrín kemur hún aftur þarf ein kona að fara út úr stjórninni fyrir hana og ekki verður það Jóhanna. Ég tek bara þennan sprett fyrir flokkinn minn," segir hún. Ekki liggur fyrir hvort Katrín fer þá í fjármálaráðuneytið eða frekari hrókeringar verða. Sérstök ráðherranefnd verður sett á laggirnar nú strax í ársbyrjun til að fjalla um og undirbúa breytingarnar á stjórnarráðinu, sem munu snúa að stofnun atvinnuvegaráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Hinu síðarnefnda er ætlað að taka yfir málaflokka er varða auðlindanýtingu, til að mynda orkumálin úr iðnaðarráðuneytinu og hafrannsóknir úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í atvinnuvegaráðuneytinu sameinast verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og viðskiptahluta efnahags- og viðskiptaráðuneytisins – þeirra á meðal bankamál. Rætt er um að önnur verkefni efnahags- og viðskiptaráðuneytisins skiptist á milli fjármála- og forsætisráðuneyta. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira