Innlent

Lilja um Kermálið: Ekkert breyst í samfélaginu við hrunið

Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir að sú ákvörðun landeigenda að meina forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða náttúrufyrirbærin í Kerinu í Grímsnesi, sýni að í raun hafi ekkert breyst í samfélaginu við hrunið.

Landeigendur í kringum Kerið með Óskar Magnússon, útgefanda Morgunblaðsins og formann Kerfélagsins, í fararbroddi meinuðu forsætisráðherra Íslands og forsætisráðherra Kína að skoða Kerið í gær.

Lilja Mósesdóttir segir á Facebook-síðu sinni að málið afhjúpi þá staðreynd að hrunsamfélagið hafi verið endurreist. Fram séu komnir sömu leikendur og gildi og áttu leiksviðið fyrir hrun. Aftur sé réttur einstaklingsins settur ofar hagsmunum þjóðarinnar.

Þá segir Lilja að tryggja verði aðgang þjóðarinnar að gersemum í einkaeign.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×