Innlent

Heiðmerkurvegur er munaðarlaus

Karen Kjartansdóttir skrifar
Vegurinn um Heiðmörk er munaðarlaus. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélög sem eiga svæðið hafa viljað hirða um hann um langt skeið. Þeir eru nú í skelfilegu ástandi.

Heiðmörk fær um það bil hálfa milljón heimsókna á ári og þykja mikil lífsgæði fólgin í því að eiga jafn stóra útivistarperlu við borgarmörkin.

Svona er þó ástand stórs hluta Heiðmerkuvegar en sá vegur nær frá hringveginum við Rauðhóla yfir að Vífilsstaðahlíð.

Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með Heiðmörk. Framkvæmdastjóri þess segir svæðið orðið olnbogabarn yfirvalda. Allir vilji njóta þess en fáir hugsa um það.

Vandinn hófst 2005 þegar Vegagerðin, sem þá hafði forræði yfir vegunum, vildi setja á þá bundið slitlag. Því lagðist Reykjavíkurborg gegn vegna vantsverndarsjónarmiða.



Eftir það taldi vegagerðin sig ekki hafa forræði yfir svæðinu og var Reykjavíkurborg tilkynnt það árið rið 2006. Vegurinn hefur því um sex ár átt að vera á forræði Reykjavíkurborgar og Garðabæjar.

Þess má þó geta að vegirnir hafa ekki verið algjörlega umhirðurlausir í sex ár því Vegagerðin sinnti brýnustu verkefnum þar til ársins 2010 en snemma það ár var Reykjavíkurborg tilkynnt með að Vegagerðin mundi hætta að halda við og þjónusta Heiðmerkurveg frá og með 1. júlí 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×