Erlent

Google býður í ævintýraferð um Vetrarbrautina

Forrit Google er þó engan veginn tæmandi, enda eru um 300 milljarðar stjarna í Vetrarbrautinni.
Forrit Google er þó engan veginn tæmandi, enda eru um 300 milljarðar stjarna í Vetrarbrautinni. MYND/NASA
Tæknirisinn Google býður nú mannkyni í ævintýraferð um Vetrarbrautina. Notendur netvafrans Google Chrome geta nú kynnt sér leyndardóma alheimsins, hoppað á milli stjarna og pláneta, og fræðst um tilurð sólkerfisins.

Hægt er að nálgast upplýsingar um rúmlega hundrað þúsund stjörnur og plánetur í netforriti Google. Hugbúnaðurinn hverfist um gagnvirkt kort þar sem notendur geta smellt á tiltekið fyrirbæri og um hæl birtir forritið þrívíða mynd sem og áhugaverðar staðreyndir.

Kortið er vægast sagt tilkomumikið og í raun er það sem notandinn stjórni hraðfleygu geimskipi sem æðir um himinþokuna.

Þeir sem hafa áhuga á að fræðast um helstu nágranna okkar í Vetrarbrautinni er bent á að kynna sér stjörnukerfin Gliese 570 og Epsilon Sagitarii. Í þessum kerfum má finna nokkrar stjörnur sem eru fastar í eilífum dansi, bundnar af aðdráttarafli. Þar að auki eru nokkrar af lífvænlegustu plánetum sem fundist hafa í þessum stjörnukerfum.

Hægt er að nálgast stjörnukortið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×