Innlent

Hreystimenni hófu árið á sjósundi

Fjöldi manns hóf nýtt ár í ísköldum sjónum í Nauthólsvíkinni í morgun. Vont en það venst sagði einn prúðbúinn sjósundsnagli.

Ískaldur sjór hefur væntanlega ekki verið það fyrsta sem allir hugsuðu um þegar augun voru opnuð á fyrsta degi ársins tvöþúsund og tólf í morgun. Margir hafa að öllum líkindum verið frekar lúnir eftir eftir áramótafögnuð næturinnar, en þó eru Íslendingar harðir af sér og skelltu tæplega þrjúhundruð manns sér í sjóinn í Nauthólsvíkinni. Fallegar konur í sínu fínasta pússi, herramenn með slaufu í hárinu og svona mætti lengi telja. Einn harðasti sjósundsmaður landsins lét sig að sjálfsögðu ekki vanta frekar en fyrri daginn.

Hödd Vilhjálmsdóttir brá sér niður í Nauthólsvík og tók púlsinn á hreystimennunum eftir sundsprettinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×