Innlent

Forsetahjónin komin til kirkju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Öll hersingin gekk frá Alþingishúsi og yfir í Dómkirkjuna fyrir stundu.
Öll hersingin gekk frá Alþingishúsi og yfir í Dómkirkjuna fyrir stundu.
Forsetahjónin eru komin til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Þau mættu í Alþingishúsið klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú í dag, en um tíu mínútum seinna hófst guðsþjónustan og ráðgert er að Ólafur Ragnar Grímsson verði settur í embætti forseta klukkan fjögur.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, gengu fyrstir í átt að Dómkirkjunni, því næst Dorrit Moussaieff forsetafrú og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, en því næst Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×