Innlent

Fjórir í haldi vegna hnífstungu - áverkar piltsins ekki alvarlegir

Frá vettvangi í Mjóddinni í dag.
Frá vettvangi í Mjóddinni í dag. Aðsend mynd
Áverkar piltsins sem stunginn var í lærið í Mjóddinni í Breiðholti eftir hádegi í dag eru ekki alvarlegir, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild Landspítalans. Hann verður þó til eftirlits á spítalanum fram á kvöld.

Árásarmaðurinn var handtekinn skammt frá staðnum þar sem atvikið varð en að sögn lögreglunnar í Kópavogi, sem annast rannsókn málsins, eru þrír aðrir í haldi grunaðir um aðild að árásinni.

Sjónvarvottur sagði í samtali við Vísi að pilturinn, sem er yngri en tvítugt samkvæmt upplýsingum Vísis, hafi gefið upp nafn árásarmannsins.

Ekki er vitað um tildrög árásarinnar að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×