Innlent

Konurnar í Mæðrastyrksnefnd gleðjast yfir málalyktum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Búist er við því að hægt verði að úthluta næsta miðvikudag.
Búist er við því að hægt verði að úthluta næsta miðvikudag.
Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, segist mjög glöð yfir því að þjófurinn sem fór inn í húsnæði Mæðrastyrksnefndar fyrr í vikunni sé kominn í leitirnar. Hún veit þó ekkert hvert ástandið er á tölvunum sem var stolið.

„Ég get ekkert svarað því núna. Þetta er lögreglumál núna," segir Ragnhildur. Hún segist ekki vita nógu mikið um málið annað en að lögreglan sé búin að standa sig afar vel. „Hún brást við fljótt og hefur sýnt það að hún er starfi sínu vel vaxin og vel það," segir Ragnhildur.

Ragnhildur segir að konurnar í Mæðrastyrksnefnd telji að hægt verði að úthluta á næsta miðvikudag, daginn áður en páskahelgin hefst. Síðastliðinn miðvikudag var ekkert úthlutað vegna innbrotsins. „Það var mjög leiðinlegt að þurfa að loka í vikunni. En það var bara þannig," segir Ragnhildur.

Ragnhildur býst við að minnst 500 úthlutanir verði afgreiddar á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×