Hámarkið hrekkur skemur 27. nóvember 2012 08:00 Mynd/Hag Leyfilegt hámarksverðmæti varnings sem ferðamenn mega taka með sér til landsins tollfrjálst hefur staðið í stað frá árinu 2008 þrátt fyrir mikla hækkun á innlendu verðlagi og hrun íslensku krónunnar. Formaður Neytendasamtakanna segir að um hagsmunamál sé að ræða fyrir almenning og rétt sé að endurskoða þessar upphæðir árlega, hið minnsta. Núgildandi reglugerð var sett hinn 27. júní árið 2008 en samkvæmt henni má flytja inn til landsins varning keyptan erlendis að verðmæti allt að 65.000 krónum, miðað við smásöluverð á innkaupsstað, án þess að greiða opinber gjöld. Þá má verðmæti einstaks hlutar ekki vera hærra en 32.500 krónur. Séu þessar upphæðir uppreiknaðar til dagsins í dag kemur í ljós að mikill munur er á og leyfilega hámarkið hrekkur skemur en til var ætlast þegar reglugerðinni var breytt síðast. Vísitala neysluverðs hefur hækkað úr 307 stigum upp í 401, eða um rúm 30 prósent, og gengisvísitalan hefur hækkað úr 166 stigum upp í 224, um rúmlega 35 prósent. Sé miðað við nokkra af helstu gjaldmiðlum sem Íslendingar nota á ferðum sínum erlendis kemur munurinn enn betur í ljós, sérstaklega hvað varðar Bandaríkjadal. Evra, dönsk króna og sterlingspund hafa hækkað um fjórðung en dalurinn hefur hækkað um 54 prósent. Sé miðað við gengi Bandaríkjadals hefði tollfrelsisviðmið átt að hækka úr 65.000 upp í rúm 100.000 í heildina og rúm 50.000 fyrir stakan hlut. „Ef þessi viðmið hafa ekki breyst frá miðju ári 2008 er ljóst að upphæðirnar duga mun skemur," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Ég tel það óeðlilegt, og heldur ætti að miða við að verðgildið yrði svipað ár frá ári. Því væri eðlilegt að endurskoða þessi viðmið árlega hið minnsta." Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Leyfilegt hámarksverðmæti varnings sem ferðamenn mega taka með sér til landsins tollfrjálst hefur staðið í stað frá árinu 2008 þrátt fyrir mikla hækkun á innlendu verðlagi og hrun íslensku krónunnar. Formaður Neytendasamtakanna segir að um hagsmunamál sé að ræða fyrir almenning og rétt sé að endurskoða þessar upphæðir árlega, hið minnsta. Núgildandi reglugerð var sett hinn 27. júní árið 2008 en samkvæmt henni má flytja inn til landsins varning keyptan erlendis að verðmæti allt að 65.000 krónum, miðað við smásöluverð á innkaupsstað, án þess að greiða opinber gjöld. Þá má verðmæti einstaks hlutar ekki vera hærra en 32.500 krónur. Séu þessar upphæðir uppreiknaðar til dagsins í dag kemur í ljós að mikill munur er á og leyfilega hámarkið hrekkur skemur en til var ætlast þegar reglugerðinni var breytt síðast. Vísitala neysluverðs hefur hækkað úr 307 stigum upp í 401, eða um rúm 30 prósent, og gengisvísitalan hefur hækkað úr 166 stigum upp í 224, um rúmlega 35 prósent. Sé miðað við nokkra af helstu gjaldmiðlum sem Íslendingar nota á ferðum sínum erlendis kemur munurinn enn betur í ljós, sérstaklega hvað varðar Bandaríkjadal. Evra, dönsk króna og sterlingspund hafa hækkað um fjórðung en dalurinn hefur hækkað um 54 prósent. Sé miðað við gengi Bandaríkjadals hefði tollfrelsisviðmið átt að hækka úr 65.000 upp í rúm 100.000 í heildina og rúm 50.000 fyrir stakan hlut. „Ef þessi viðmið hafa ekki breyst frá miðju ári 2008 er ljóst að upphæðirnar duga mun skemur," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Ég tel það óeðlilegt, og heldur ætti að miða við að verðgildið yrði svipað ár frá ári. Því væri eðlilegt að endurskoða þessi viðmið árlega hið minnsta."
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira