Innlent

Lögreglan leitar að gerendum og þolanda í árásarmálinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Breiðholtinu.
Atvikið átti sér stað í Breiðholtinu.
„Okkur hefur ekki tekist að finna út hverjir þetta eru sem þarna eiga hlut að máli," segir Gylfi Sigurðsson, lögreglumaður á lögreglustöðinni í Kópavogi um árás þriggja pilta á sex ára gamlan dreng fyrir helgi. Gylfi segir í samtali við Vísi að málið sé rannsakað af fullri alvöru.

Rætt hefur verið við manninn sem varð vitni að atburðinum. „Það var talað við hann í morgun," segir Gylfi, en hann hafi ekki getað bent á hver ætti þarna hlut að máli. Gylfi bendir á að maðurinn hafi sagt frá því að hann hafi verið í sjokki eftir atburðinn enda hafi hann litið mjög illa út.

Gylfi segir að aðalverkefnið sé að finna gerendur og þolendur og beina þá gerendum á barnavernd. „Það þarf þá að leiðbeina þessum börnum með framgöngu og annað," segir Gylfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×