Sífellt fleiri börn vilja fermast borgaralega 26. mars 2012 13:00 Mynd/Vilhelm „Börnunum hefur fjölgað gífurlega hratt á síðustu fimm árum," segir Hope Knútsson, formaður Siðmenntar. „Við vitum ekki hvers vegna þetta gerist svona hratt, við erum ekki að gera neitt öðruvísi. Þetta verður sennilega bara þekktara með árunum." Í ár munu 214 börn fermast borgaralega á Íslandi og eru það nær helmingi fleiri en árið 2007, þegar þau voru 109 talsins. Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hefur staðið fyrir borgaralegum fermingum frá því árið 1989, þegar 16 börn tóku þátt. Gjald fyrir fermingarfræðslu og athöfnina sjálfa er 34 þúsund krónur. Guðbjörg Jóhannesdóttir, formaður Prestafélags Íslands, segir það koma sér verulega á óvart að þau börn sem kjósi að fermast borgaralega séu ekki fleiri en raun ber vitni. „Miðað við þá umfjöllun sem hefur verið mætti skilja að það væru fleiri þúsund börn að fermast borgaralega á hverju ári," segir Guðbjörg. „Og að fækkunin hjá þjóðkirkjunni væri því að sama skapi mun meiri."Guðbjörg Jóhannesdóttir874 skráðu sig úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Guðbjörg telur þó ekki að það endurspegli á nokkurn hátt fjölda þeirra barna sem vilji fermast hjá kirkjunni. „Ég er að mörgu leyti mjög hissa á þessu. Miklar úrsagnir hér í borginni hafa ekki rímað við fækkun fermingarbarna," segir hún. Biskupsstofa hefur aldrei haldið utan um fjölda fermingarbarna innan þjóðkirkjunnar og því er ekki hægt að sjá þróunina þar milli ára. Guðbjörg er prestur í Hafnarfjarðarkirkju og þar munu 130 til 140 börn fermast í ár. Hún segir fjöldann hafa haldist svipaðan milli ára og gagnrýnir að Biskupsstofa skuli ekki halda utan um heildarfjölda fermingarbarna á landinu.Hope Knútsson.„Þetta er í ólagi hjá þeim og þarf að laga. En ég tel breytingarnar hafa að mörgu leyti verið ótrúlega litlar." Fræðslugjald fyrir fermingarbörn í þjóðkirkjunni er 9.300 krónur. sunna@frettabladid.is Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
„Börnunum hefur fjölgað gífurlega hratt á síðustu fimm árum," segir Hope Knútsson, formaður Siðmenntar. „Við vitum ekki hvers vegna þetta gerist svona hratt, við erum ekki að gera neitt öðruvísi. Þetta verður sennilega bara þekktara með árunum." Í ár munu 214 börn fermast borgaralega á Íslandi og eru það nær helmingi fleiri en árið 2007, þegar þau voru 109 talsins. Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hefur staðið fyrir borgaralegum fermingum frá því árið 1989, þegar 16 börn tóku þátt. Gjald fyrir fermingarfræðslu og athöfnina sjálfa er 34 þúsund krónur. Guðbjörg Jóhannesdóttir, formaður Prestafélags Íslands, segir það koma sér verulega á óvart að þau börn sem kjósi að fermast borgaralega séu ekki fleiri en raun ber vitni. „Miðað við þá umfjöllun sem hefur verið mætti skilja að það væru fleiri þúsund börn að fermast borgaralega á hverju ári," segir Guðbjörg. „Og að fækkunin hjá þjóðkirkjunni væri því að sama skapi mun meiri."Guðbjörg Jóhannesdóttir874 skráðu sig úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Guðbjörg telur þó ekki að það endurspegli á nokkurn hátt fjölda þeirra barna sem vilji fermast hjá kirkjunni. „Ég er að mörgu leyti mjög hissa á þessu. Miklar úrsagnir hér í borginni hafa ekki rímað við fækkun fermingarbarna," segir hún. Biskupsstofa hefur aldrei haldið utan um fjölda fermingarbarna innan þjóðkirkjunnar og því er ekki hægt að sjá þróunina þar milli ára. Guðbjörg er prestur í Hafnarfjarðarkirkju og þar munu 130 til 140 börn fermast í ár. Hún segir fjöldann hafa haldist svipaðan milli ára og gagnrýnir að Biskupsstofa skuli ekki halda utan um heildarfjölda fermingarbarna á landinu.Hope Knútsson.„Þetta er í ólagi hjá þeim og þarf að laga. En ég tel breytingarnar hafa að mörgu leyti verið ótrúlega litlar." Fræðslugjald fyrir fermingarbörn í þjóðkirkjunni er 9.300 krónur. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira