Innlent

Sigurvíma sundkappans Jóns Margeirs

Jón Margeir kom í fyrstur í mark í 200 metra skriðsundi á nýju heimsmeti, 1:59,62 mínútum. Hann fagnaði að vonum vel. NordicPhotos/Getty
Jón Margeir kom í fyrstur í mark í 200 metra skriðsundi á nýju heimsmeti, 1:59,62 mínútum. Hann fagnaði að vonum vel. NordicPhotos/Getty
Jón Margeir fagnaði vel og innilega eftir að hafa tryggt sér gullið í 200 metra skriðsundi. Þetta eru fyrstu verðlaun Íslendings á Ólympíumóti síðan í Aþenu 2004.

Íslenska þjóðin samfagnaði Jóni Margeiri Sverrissyni þegar hann tryggði sér gullverðlaunin í 200 metra skriðsundi í flokki hreyfihamlaðra með nýju heimsmeti á Ólympíumóti fatlaðra í London á sunnudag.

Þetta eru fyrstu verðlaun Íslendings á Ólympíumóti fatlaðra síðan í Aþenu árið 2004. Þá vann sundkonan Kristín Rós Hákonardóttir gull og brons og spretthlauparinn Jón Oddur Sigurðsson hlaut tvenn silfurverðlaun.

Tárin runnu í stríðum straumum þegar Jóni Margeiri var innilega fagnað af fjölskyldu og vinum að sundi loknu, enda var hann þar að uppskera ríkulega eftir áralanga taumlausa vinnu. Auk þess flykktust tugir aðdáenda um kappann sem hafði ekki undan að skrifa eiginhandaráritanir.

Þrír íþróttamenn eru í íslenska hópnum auk Jóns Margeirs, sundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir og frjálsíþróttafólkið Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Helgi Sveinsson.

Matthildur keppir í 200 metra hlaupi á morgun, Jón Margeir og Kolbrún Alda stinga sér aftur í laugina á fimmtudaginn og á föstudag keppir Helgi í 100 metra hlaupi og spjótkasti.

thorgils@frettabladid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×