Lífsánægja samkynhneigðra unglinga er margfalt minni 15. febrúar 2012 05:30 Þóroddur Bjarnason Samkynhneigðir unglingar eru mun líklegri til að hugsa um sjálfsvíg en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Prófessor gagnrýnir bloggskrif grunnskólakennara á Akureyri. Sjálfsvígshugleiðingar og ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga eru margfalt algengari meðal samkynhneigðra unglinga hér á landi heldur en gagnkynhneigðra jafnaldra þeirra. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar Þórodds Bjarnasonar og Ársæls Más Arnarssonar, prófessora við Háskólann á Akureyri, eru samkynhneigðir unglingar nærri tólf sinnum líklegri til að hugsa ítrekað um sjálfsvíg og allt að 25 sinnum líklegri en aðrir íslenskir unglingar til að hafa reynt að fremja sjálfsvíg margsinnis. Í rannsókninni voru spurningar lagðar fyrir nemendur tíunda bekkjar í öllum grunnskólum landsins. Um tvö prósent stráka og stelpna sögðust hafa verið skotin í einhverjum af sama kyni. Rúm tvö prósent stráka og eitt prósent stelpna höfðu sofið hjá einhverjum af sama kyni. Þóroddur segir niðurstöðurnar sýna ótvírætt að margir íslenskir samkynhneigðir unglingar upplifi mikla höfnun og andúð, sérstaklega í skólasamfélaginu. „Lífsánægja þeirra er mun minni, þau eru mun líklegri til að vera þunglynd og kvíðin og líða illa í skólanum og þau eru mun líklegri til að finnast skólafélagarnir vera óvingjarnlegir," segir Þóroddur. „Það er augljóst að þau þurfa á miklum stuðningi og skilningi að halda og kennarar og skólayfirvöld bera afar mikla ábyrgð á því að rækta samfélag þar sem þessir unglingar eru jafnvelkomnir og aðrir." Í því samhengi vísar Þóroddur í skrif Snorra Óskarssonar, kennara í Brekkuskóla á Akureyri, um samkynhneigð. „Skólayfirvöld á Akureyri hafa tekið á þessu af mikilli festu og staðið með börnunum í erfiðu máli sem vekur mikilvægar spurningar um réttindi og skyldur grunnskólakennara," segir hann. Akureyrarbær hefur sett Snorra í sex mánaða launað leyfi frá störfum eftir að skrif hans voru tekin fyrir.- svfréttablaðið/valli Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Samkynhneigðir unglingar eru mun líklegri til að hugsa um sjálfsvíg en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Prófessor gagnrýnir bloggskrif grunnskólakennara á Akureyri. Sjálfsvígshugleiðingar og ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga eru margfalt algengari meðal samkynhneigðra unglinga hér á landi heldur en gagnkynhneigðra jafnaldra þeirra. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar Þórodds Bjarnasonar og Ársæls Más Arnarssonar, prófessora við Háskólann á Akureyri, eru samkynhneigðir unglingar nærri tólf sinnum líklegri til að hugsa ítrekað um sjálfsvíg og allt að 25 sinnum líklegri en aðrir íslenskir unglingar til að hafa reynt að fremja sjálfsvíg margsinnis. Í rannsókninni voru spurningar lagðar fyrir nemendur tíunda bekkjar í öllum grunnskólum landsins. Um tvö prósent stráka og stelpna sögðust hafa verið skotin í einhverjum af sama kyni. Rúm tvö prósent stráka og eitt prósent stelpna höfðu sofið hjá einhverjum af sama kyni. Þóroddur segir niðurstöðurnar sýna ótvírætt að margir íslenskir samkynhneigðir unglingar upplifi mikla höfnun og andúð, sérstaklega í skólasamfélaginu. „Lífsánægja þeirra er mun minni, þau eru mun líklegri til að vera þunglynd og kvíðin og líða illa í skólanum og þau eru mun líklegri til að finnast skólafélagarnir vera óvingjarnlegir," segir Þóroddur. „Það er augljóst að þau þurfa á miklum stuðningi og skilningi að halda og kennarar og skólayfirvöld bera afar mikla ábyrgð á því að rækta samfélag þar sem þessir unglingar eru jafnvelkomnir og aðrir." Í því samhengi vísar Þóroddur í skrif Snorra Óskarssonar, kennara í Brekkuskóla á Akureyri, um samkynhneigð. „Skólayfirvöld á Akureyri hafa tekið á þessu af mikilli festu og staðið með börnunum í erfiðu máli sem vekur mikilvægar spurningar um réttindi og skyldur grunnskólakennara," segir hann. Akureyrarbær hefur sett Snorra í sex mánaða launað leyfi frá störfum eftir að skrif hans voru tekin fyrir.- svfréttablaðið/valli
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira