Íslensk stúlka etur kappi í Danmarks næste Topmodel 24. október 2012 09:00 Guðrún ásamt danska tónlistarmanninum Christopher. Kanal4/Krestine Havemann "Ég er ekkert svo hrifin af því að horfa á mig í sjónvarpinu," segir hin tvítuga Guðrún Eir Hermannsdóttir, sem tekur þátt í raunveruleikaþáttunum Danmarks Næste Topmodel sem sýndir eru þessa dagana á Kanal 4. Guðrún Eir flutti til Danmerkur með foreldrum sínum, Hermanni Guðmundssyni og Oddnýju Ingimundardóttur, þegar hún var átta ára gömul og búa þau í bænum Esbjerg á Jótlandi. Guðrúnu Eir hafði ekki látið sig dreyma um fyrirsætustörf áður en ákvað að slá til er hún sá prufur auglýstar fyrir þættina í Árósum. "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi. Áður en ég var með í þáttunum var ég mjög feimin fyrir framan myndavélina," segir Guðrún. Þættirnir voru svo teknir upp í byrjun sumars í Kaupmannahöfn. "Upptökuferlið var allt öðruvísi en ég bjóst við og stundum frekar erfitt. Við bjuggum fimmtán stelpur saman í íbúð og máttum ekki gera mikið utan við tökurnar." Guðrún Eir á erfitt með að horfa á sjálfa sig í sjónvarpinu og segir sömu sögu gilda um fjölskyldu sína. "Þau eru mjög stolt af mér en finnst frekar erfitt að horfa á þættina. Upptökuferlið er gjörólíkt lokaútkomunni í sjónvarpinu. Stundum kannast ég varla við það sem er að gerast á skjánum. Ég hugsa að ég fari ekki aftur í sjónvarpið," segir Guðrún, sem þó er spáð góðu gengi í keppninni.Guðrún Eir Hermannsdóttir.Fimm þáttum er nú lokið af seríunni og því tíu stúlkur eftir. Í síðasta þætti var Guðrún valin til að leika aðalhlutverkið í tónlistarmyndbandi með danska söngvaranum Christopher sem er mjög vinsæll í föðurlandi sínu. Guðrún Eir stefnir ekki endilega á fyrirsætubransann í framtíðinni en stúlkurnar mega ekki sitja fyrir á meðan þættirnir eru í sýningu. Guðrún reynir að sækja Ísland heim einu sinni á ári. Hana langar að fínpússa íslenskuna sem hún er orðin ansi ryðguð í. "Draumurinn er að búa í London og verða fatahönnuður. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
"Ég er ekkert svo hrifin af því að horfa á mig í sjónvarpinu," segir hin tvítuga Guðrún Eir Hermannsdóttir, sem tekur þátt í raunveruleikaþáttunum Danmarks Næste Topmodel sem sýndir eru þessa dagana á Kanal 4. Guðrún Eir flutti til Danmerkur með foreldrum sínum, Hermanni Guðmundssyni og Oddnýju Ingimundardóttur, þegar hún var átta ára gömul og búa þau í bænum Esbjerg á Jótlandi. Guðrúnu Eir hafði ekki látið sig dreyma um fyrirsætustörf áður en ákvað að slá til er hún sá prufur auglýstar fyrir þættina í Árósum. "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi. Áður en ég var með í þáttunum var ég mjög feimin fyrir framan myndavélina," segir Guðrún. Þættirnir voru svo teknir upp í byrjun sumars í Kaupmannahöfn. "Upptökuferlið var allt öðruvísi en ég bjóst við og stundum frekar erfitt. Við bjuggum fimmtán stelpur saman í íbúð og máttum ekki gera mikið utan við tökurnar." Guðrún Eir á erfitt með að horfa á sjálfa sig í sjónvarpinu og segir sömu sögu gilda um fjölskyldu sína. "Þau eru mjög stolt af mér en finnst frekar erfitt að horfa á þættina. Upptökuferlið er gjörólíkt lokaútkomunni í sjónvarpinu. Stundum kannast ég varla við það sem er að gerast á skjánum. Ég hugsa að ég fari ekki aftur í sjónvarpið," segir Guðrún, sem þó er spáð góðu gengi í keppninni.Guðrún Eir Hermannsdóttir.Fimm þáttum er nú lokið af seríunni og því tíu stúlkur eftir. Í síðasta þætti var Guðrún valin til að leika aðalhlutverkið í tónlistarmyndbandi með danska söngvaranum Christopher sem er mjög vinsæll í föðurlandi sínu. Guðrún Eir stefnir ekki endilega á fyrirsætubransann í framtíðinni en stúlkurnar mega ekki sitja fyrir á meðan þættirnir eru í sýningu. Guðrún reynir að sækja Ísland heim einu sinni á ári. Hana langar að fínpússa íslenskuna sem hún er orðin ansi ryðguð í. "Draumurinn er að búa í London og verða fatahönnuður. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira