Innlent

Lundinn að hverfa úr hillum

Umdeilt tóbak Þó hætt sé að selja Lunda verður gamla íslenska neftóbakið áfram í hillum verslana.Fréttablaðið/gva
Umdeilt tóbak Þó hætt sé að selja Lunda verður gamla íslenska neftóbakið áfram í hillum verslana.Fréttablaðið/gva
Íslenska neftóbakið Lundi, sem hefur raunar einkum verið notað sem munntóbak, er nú að hverfa úr hillum verslana.

ÁTVR hætti að kaupa það inn um áramót þegar efasemdir vöknuðu um að það gæti flokkast sem neftóbak. Þá var ákveðið að selja birgðirnar sem þegar voru til, en þær eru nú að klárast í verslunum landsins.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að salan á tóbakinu hafi dvínað verulega frá því sem var í upphafi, þegar 600 kíló seldust á fyrstu þremur dögunum. Í sumar hafi þurft að henda óverulegu magni af gömlum, óseldum Lunda.

Nú er bara gamla íslenska neftóbakið til sölu hjá ÁTVR – svokallaður ruddi. Sigrún Ósk segir að velferðarráðuneytið hafi gefið það út að til stæði að leggja fyrir Alþingi breytingar á skilgreiningum á nef- og munntóbaki, og ÁTVR bíði nú eftir þeim tillögum áður en frekari ákvarðanir verða teknar um Lundann.

„En þangað til hefur innkaupabannið verið framlengt til næstu áramóta." - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×