Grunnskólakennari líkir samkynhneigðum við bankaræningja Erla Hlynsdóttir skrifar 9. febrúar 2012 19:18 Grunnskólakennari við Brekkuskóla líkir samkynhneigð við það að ræna banka, að því leyti að hvorttveggja sé synd. Foreldri barna við skólann segir kennarann ala á mannhatri og fordómum. Kennarinn, Snorri Óskarsson, kenndur við Betel, er leiðtogi Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri. Hann skrifaði umdeilda bloggfærslu þar sem hann sagði samkynhneigð vera synd og að laun hennar sé dauði. Foreldri barns í Brekkuskóla gagnrýndi skrif hans harðlega í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mér finnst þau náttúrulega fyrst og fremst sorgleg. Maður veltir því fyrir sér hvort blessaður maðurinn gengur heill til skógar. Það er auðvitað grafalvarlegt mál að einstaklingur sem hefur það starf að uppfræða börn og unglinga og vinna gegn fordómum, eins og segir í siðareglum kennara, að hann skuli sjá ástæðu til að dreifa þessum sora og ala á jafn miklum fordómum og mannhatri og mér finnst koma fram í skrifum hans," segir Logi Már Einarsson, skólanefndarfulltrúi og foreldri á Akureyri. En Snorri stendur við gagnrýni sína á samkynhneigð. „Þessi kynhegðun er óbiblíuleg og þetta er alveg í sama flokki og hver önnur synd. Vandamálið er að það er verið að gera þennan málaflokk eða þessa synd, það er verið að gera hana eðlilega og menn segja að þetta sé allt í lagi og það séu bara mannréttindi að fá að vera svona. Ef ég væri nú bankaræningi að eðlifari, þá væri búið að setja mig inn fyrir langa löngu," segir Snorri í Betel.En ertu þá í rauninni að líkja því saman að vera bankaræningi og samkynhneigður? „Að því leytinu til, að hvort tveggja kallað synd. Að stela er synd. Að ágirnast er synd. Og að vera samkynhneigður er synd," segir Snorri.Ef að nemandi þinn í skólanum kæmi til þín og segðist vera samkynhneigður, hver myndu þín viðbrögð vera? „Ég myndi sjálfsagt athuga hvort það væri hægt að spjalla við hann," segir Snorri. Engin svör fengust frá skólastjóra Brekkuskóla á Akureyri vegna málsins. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Grunnskólakennari við Brekkuskóla líkir samkynhneigð við það að ræna banka, að því leyti að hvorttveggja sé synd. Foreldri barna við skólann segir kennarann ala á mannhatri og fordómum. Kennarinn, Snorri Óskarsson, kenndur við Betel, er leiðtogi Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri. Hann skrifaði umdeilda bloggfærslu þar sem hann sagði samkynhneigð vera synd og að laun hennar sé dauði. Foreldri barns í Brekkuskóla gagnrýndi skrif hans harðlega í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mér finnst þau náttúrulega fyrst og fremst sorgleg. Maður veltir því fyrir sér hvort blessaður maðurinn gengur heill til skógar. Það er auðvitað grafalvarlegt mál að einstaklingur sem hefur það starf að uppfræða börn og unglinga og vinna gegn fordómum, eins og segir í siðareglum kennara, að hann skuli sjá ástæðu til að dreifa þessum sora og ala á jafn miklum fordómum og mannhatri og mér finnst koma fram í skrifum hans," segir Logi Már Einarsson, skólanefndarfulltrúi og foreldri á Akureyri. En Snorri stendur við gagnrýni sína á samkynhneigð. „Þessi kynhegðun er óbiblíuleg og þetta er alveg í sama flokki og hver önnur synd. Vandamálið er að það er verið að gera þennan málaflokk eða þessa synd, það er verið að gera hana eðlilega og menn segja að þetta sé allt í lagi og það séu bara mannréttindi að fá að vera svona. Ef ég væri nú bankaræningi að eðlifari, þá væri búið að setja mig inn fyrir langa löngu," segir Snorri í Betel.En ertu þá í rauninni að líkja því saman að vera bankaræningi og samkynhneigður? „Að því leytinu til, að hvort tveggja kallað synd. Að stela er synd. Að ágirnast er synd. Og að vera samkynhneigður er synd," segir Snorri.Ef að nemandi þinn í skólanum kæmi til þín og segðist vera samkynhneigður, hver myndu þín viðbrögð vera? „Ég myndi sjálfsagt athuga hvort það væri hægt að spjalla við hann," segir Snorri. Engin svör fengust frá skólastjóra Brekkuskóla á Akureyri vegna málsins.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira