Vill að borgin stöðvi háhýsi úr fortíðinni 24. maí 2012 06:30 Sjö hæða hús á hafnarsvæðinu verður í ósamræmi við umhverfi sitt, segir Ásta Olga Magnúsdóttir sem vill að borgin „vindi ofan af þeim mistökum að leyfa byggingu háhýsis“ á Mýrargötu 26. Fréttablaðið/GVA „Þeir sem eru með gróðahagsmunina eru alltaf nokkrum skrefum á undan hinum og þetta er allt að fara í sama farið aftur,” segir Ásta Olga Magnúsdóttir tölvunarfræðingur sem vill að komið verði í veg fyrir áætlaða byggingu sjö hæða íbúðahúss á Mýrargötu 26. Borgin veitti byggingarleyfi fyrir íbúðarblokkinni á árinu 2006. Á lóðinni stóð Hraðfrystistöðin áður. Framkvæmdir fóru í gang en stöðvuðust hrunárið 2008. Þá hafði aðeins neðsti hluti hússins verið steyptur. Verktakafyrirtækið Atafl varð gjaldþrota og Landsbankinn eignaðist Mýrargötu 26. Í fyrra eignaðist Atafl lóðina aftur. Ásta bendir á að frá því fyrir hrun hafi orðið mikil stefnubreyting varðandi uppbyggingu hafnarsvæðisins. Horfið hafi verið frá allsherjar niðurrifi. Fulltrúar borgarinnar hafi reynt að semja við lóðarhafann á Mýrargötu 26 um að húsið yrði lækkað niður í fimm hæðir. Á endanum hafi lóðarhafinn þó ákveðið að halda upphaflegu striki og byggja samkvæmt upprunalegri áætlun. Nokkrar íbúðir í húsinu séu þegar seldar þótt framkvæmdir séu ekki hafnar. Ásta segir borgina verða að horfast í augu við að hafa gert mistök í málinu í upphafi. Sjá verði til þess að hætt verði við bygginguna. Landsbankinn, sem hún telji enn raunverulegan eiganda Mýrargötu 26 sem lánardrottinn, hafi nú tækifæri til að sýna í verki þá samfélagslegu ábyrgð sem bankinn segist bera með því að taka þátt í að bæta tjón lóðarhafans sem þurfi einfaldlega að fá lóð annars staðar. „Það er ekkert tekið tillit til almennings,” segir Ásta. „Þessi bygging fyllir algerlega út í lóðina og er ekki að gera neitt fyrir umhverfi sitt og er í ósamræmi við byggðina í kring. Hús sem verið er að friða í kring falla algerlega í skuggann og allar göngu- og hjólaleiðir versna.“ Ásta segist telja að lóðarhafinn hljóti að hafa fyrirgert byggingarleyfinu með framkvæmdaleysi árum saman. Þá sé einkennilegt að málið fari ekki í kynningu að nýju. „Það er eins og engum komi þetta við lengur,” segir Ásta sem kveðst nú íhuga undirskriftasöfnun. „Það er aldrei of seint þegar það er ekki búið að byggja.” Ef ekki semst við lóðarhafann telur Ásta að borgin eigi að reyna dómstólaleiðina. „Borgin tekur aldrei slaginn og hefur aldrei gert. Af hverju er verktakinn ekki látinn sýna fram á sitt tjón fyrir dómstólum? Hver er réttur borgarbúa?” spyr Ásta Olga Magnúsdóttir. Ekki náðist tal af Páli Hjaltasyni, formanni skipulagsráðs Reykjavíkur í gær.gar@frettabladid.is Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira
„Þeir sem eru með gróðahagsmunina eru alltaf nokkrum skrefum á undan hinum og þetta er allt að fara í sama farið aftur,” segir Ásta Olga Magnúsdóttir tölvunarfræðingur sem vill að komið verði í veg fyrir áætlaða byggingu sjö hæða íbúðahúss á Mýrargötu 26. Borgin veitti byggingarleyfi fyrir íbúðarblokkinni á árinu 2006. Á lóðinni stóð Hraðfrystistöðin áður. Framkvæmdir fóru í gang en stöðvuðust hrunárið 2008. Þá hafði aðeins neðsti hluti hússins verið steyptur. Verktakafyrirtækið Atafl varð gjaldþrota og Landsbankinn eignaðist Mýrargötu 26. Í fyrra eignaðist Atafl lóðina aftur. Ásta bendir á að frá því fyrir hrun hafi orðið mikil stefnubreyting varðandi uppbyggingu hafnarsvæðisins. Horfið hafi verið frá allsherjar niðurrifi. Fulltrúar borgarinnar hafi reynt að semja við lóðarhafann á Mýrargötu 26 um að húsið yrði lækkað niður í fimm hæðir. Á endanum hafi lóðarhafinn þó ákveðið að halda upphaflegu striki og byggja samkvæmt upprunalegri áætlun. Nokkrar íbúðir í húsinu séu þegar seldar þótt framkvæmdir séu ekki hafnar. Ásta segir borgina verða að horfast í augu við að hafa gert mistök í málinu í upphafi. Sjá verði til þess að hætt verði við bygginguna. Landsbankinn, sem hún telji enn raunverulegan eiganda Mýrargötu 26 sem lánardrottinn, hafi nú tækifæri til að sýna í verki þá samfélagslegu ábyrgð sem bankinn segist bera með því að taka þátt í að bæta tjón lóðarhafans sem þurfi einfaldlega að fá lóð annars staðar. „Það er ekkert tekið tillit til almennings,” segir Ásta. „Þessi bygging fyllir algerlega út í lóðina og er ekki að gera neitt fyrir umhverfi sitt og er í ósamræmi við byggðina í kring. Hús sem verið er að friða í kring falla algerlega í skuggann og allar göngu- og hjólaleiðir versna.“ Ásta segist telja að lóðarhafinn hljóti að hafa fyrirgert byggingarleyfinu með framkvæmdaleysi árum saman. Þá sé einkennilegt að málið fari ekki í kynningu að nýju. „Það er eins og engum komi þetta við lengur,” segir Ásta sem kveðst nú íhuga undirskriftasöfnun. „Það er aldrei of seint þegar það er ekki búið að byggja.” Ef ekki semst við lóðarhafann telur Ásta að borgin eigi að reyna dómstólaleiðina. „Borgin tekur aldrei slaginn og hefur aldrei gert. Af hverju er verktakinn ekki látinn sýna fram á sitt tjón fyrir dómstólum? Hver er réttur borgarbúa?” spyr Ásta Olga Magnúsdóttir. Ekki náðist tal af Páli Hjaltasyni, formanni skipulagsráðs Reykjavíkur í gær.gar@frettabladid.is
Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira