Innlent

Féllu af syllu í Dyrhólaey

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dyrhólaey.
Dyrhólaey.
Fjórir ferðamenn duttu niður af syllu í Dyrhólaey í dag þegar hún gaf sig og slösuðust þrír þeirra. Einn fótbrotnaði en hinir slösuðust minna. Björgunarsveitamenn og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa verið kölluð út vegna slyssins. Töluverður viðbúnaður varð fyrst eftir að tilkynning barst um slysið en nú hefur verið dregið úr honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×