Innlent

Haldið sofandi eftir bílslys

Kona sem lenti í umferðarslysi á Álftanesvegi á föstudaginn er haldið sofandi í öndunarvél. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæslu er hún alvarlega slösuð. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slysið sem varð um klukkan hálf níu um morguninn. Fimm sjúkrabílar voru sendir á staðinn ásamt tækjabíl frá slökkviliðinu en beita þurfti klippum til að ná konunni út úr bílnum. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×