Voffinn verður ljón 2. ágúst 2012 22:00 Rapparinn Snoop Dogg kom öllum á óvart á dögunum þegar hann sagðist vera búinn að breyta nafni sínu í Snoop Lion. Ekki nóg með það, þá er hann hættur í rappinu og hyggst senda frá sér reggíplötu. „Snoop Dogg er dáinn. Lengi lifi Snoop Lion!" Svona hefst umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um nýjasta útspil rapparans Calvin Cordozar Broadus Jr, sem hefur kallað sig Snoop Dogg í gegnum tíðina. Hann breytti nafni sínu á dögunum í Snoop Lion og hyggst snúa sér að reggítónlist. Snoop Lion sendir frá sér plötuna Reincarnated í næstu viku. Platan er sú tólfta frá listamanninum en vitanlega sú fyrsta sem inniheldur einungis reggítónlist. Fyrsta smáskífa plötunnar, La La La, kom út í júlí og leggur línurnar fyrir plötuna. Lagið er nokkuð hefðbundið reggílag en athygli vekur að Snoop nýtur augljóslega aðstoðar autotune-hugbúnaðar til að halda lagi, enda ekki vanur söngvari. Í viðtali um útspilið sagði Snoop Lion að rapptónlist væri ekki lengur áskorun fyrir sig. „Það stendur mér enginn á sporði í rapptónlist – með fullri virðingu fyrir öðrum röppurum," rumdi ljónið, kokhraust að vanda. „Ég er búinn að gera allt sem hægt er að gera í rappi. Ég er kallaður Snoop frændi í rappinu. Þegar maður er kallaður frændi þá er kominn tími til að breyta til. Ég vil vera krakki á ný." Ákvörðun Snoop kann að hljóma undarlega en honum er engu að síður dauðans alvara. Hann segist hafa endurfæðst sem listamaður á Jamaíka þar sem nýja platan varð til en rastafaraprestur veitti honum innblástur í vali á nýju nafni. „Ég fór í hof þar sem presturinn spurði mig að nafni," sagði Snoop. „Ég svaraði „Snoop Dogg" og hann horfði á mig og sagði „ekki lengur. Þú ert ljósið. Þú ert ljónið". Frá þessu augnabliki byrjaði ég að skilja hvers vegna ég var þarna." Snoop Lion vann reggíplötuna í samstarfi við upptökustjórann Diplo, sem stýrði upptökum á plötunni undir nafninu Major Lazer. Hann segir lög á plötunni vera á meðal bestu laga Snoop. „Hann vildi gera alvörureggí," sagði hann á blaðamannafundi á dögunum. „Hann vildi syngja og finna nýja rödd. Það var algjör draumur að fá að vinna með honum heila plötu. Það er sjaldgæft í dag." Snoop hefur fengið misjöfn viðbrögð við nafn- og stefnubreytingunni. Margir hafa nýtt samskiptamiðla til að gera grín að honum og þar á meðal er hin síunga Betty White sem tísti: „Snoop Dogg uppfærði nafnið sitt í Snoop Lion. Snoop Lion?! Haaa!? Var hann skakkur, eða? Ahh, já." atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rapparinn Snoop Dogg kom öllum á óvart á dögunum þegar hann sagðist vera búinn að breyta nafni sínu í Snoop Lion. Ekki nóg með það, þá er hann hættur í rappinu og hyggst senda frá sér reggíplötu. „Snoop Dogg er dáinn. Lengi lifi Snoop Lion!" Svona hefst umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um nýjasta útspil rapparans Calvin Cordozar Broadus Jr, sem hefur kallað sig Snoop Dogg í gegnum tíðina. Hann breytti nafni sínu á dögunum í Snoop Lion og hyggst snúa sér að reggítónlist. Snoop Lion sendir frá sér plötuna Reincarnated í næstu viku. Platan er sú tólfta frá listamanninum en vitanlega sú fyrsta sem inniheldur einungis reggítónlist. Fyrsta smáskífa plötunnar, La La La, kom út í júlí og leggur línurnar fyrir plötuna. Lagið er nokkuð hefðbundið reggílag en athygli vekur að Snoop nýtur augljóslega aðstoðar autotune-hugbúnaðar til að halda lagi, enda ekki vanur söngvari. Í viðtali um útspilið sagði Snoop Lion að rapptónlist væri ekki lengur áskorun fyrir sig. „Það stendur mér enginn á sporði í rapptónlist – með fullri virðingu fyrir öðrum röppurum," rumdi ljónið, kokhraust að vanda. „Ég er búinn að gera allt sem hægt er að gera í rappi. Ég er kallaður Snoop frændi í rappinu. Þegar maður er kallaður frændi þá er kominn tími til að breyta til. Ég vil vera krakki á ný." Ákvörðun Snoop kann að hljóma undarlega en honum er engu að síður dauðans alvara. Hann segist hafa endurfæðst sem listamaður á Jamaíka þar sem nýja platan varð til en rastafaraprestur veitti honum innblástur í vali á nýju nafni. „Ég fór í hof þar sem presturinn spurði mig að nafni," sagði Snoop. „Ég svaraði „Snoop Dogg" og hann horfði á mig og sagði „ekki lengur. Þú ert ljósið. Þú ert ljónið". Frá þessu augnabliki byrjaði ég að skilja hvers vegna ég var þarna." Snoop Lion vann reggíplötuna í samstarfi við upptökustjórann Diplo, sem stýrði upptökum á plötunni undir nafninu Major Lazer. Hann segir lög á plötunni vera á meðal bestu laga Snoop. „Hann vildi gera alvörureggí," sagði hann á blaðamannafundi á dögunum. „Hann vildi syngja og finna nýja rödd. Það var algjör draumur að fá að vinna með honum heila plötu. Það er sjaldgæft í dag." Snoop hefur fengið misjöfn viðbrögð við nafn- og stefnubreytingunni. Margir hafa nýtt samskiptamiðla til að gera grín að honum og þar á meðal er hin síunga Betty White sem tísti: „Snoop Dogg uppfærði nafnið sitt í Snoop Lion. Snoop Lion?! Haaa!? Var hann skakkur, eða? Ahh, já." atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira