Atvinnulaust ungt fólk fær starfsreynslu 20. febrúar 2012 04:00 Atvinnutorg reykjavíkur opnað Jón Gnarr, borgarstjóri, og Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, voru við opnun atvinnutorgs Reykjavíkur sem er til húsa að Kringlunni 1.Fréttablaðið/GVA Vinnumálastofnun og velferðarráðuneyti í samstarfi við Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ og Reykjanesbæ kynntu fyrir helgi nýtt vinnumarkaðsúrræði sem er beint að ungu fólki á bótum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir mikilvægt að koma til móts við þetta fólk sem hafi í mörgum tilfellum aldrei hlotið reynslu af vinnumarkaði. „Við viljum ná til þessa hóps og sjá til þess að þetta verði virkir einstaklingar á vinnumarkaði,“ segir Gissur og heldur áfram: „Við teljum mikilvægt að koma þessu fólki í vinnu eða starfsþjálfun svo þetta verði ekki bara framtíðarskjólstæðingar velferðarkerfisins.“ Svokallað atvinnutorg fyrir atvinnuleitendur á aldrinum 16 til 25 ára var opnað í gær. Þangað getur ungt fólk í atvinnuleit leitað og fengið einstaklingsmiðaða ráðgjöf við atvinnuleitina. Þá munu svið, stofnanir og fyrirtæki sveitarfélaganna bjóða ungmennum til sín í starfsþjálfun eða þá í tímabundin störf sem gefa eiga þeim tækifæri til að öðlast starfsreynslu. Vinnumálastofnun birti á þriðjudag atvinnuleysistölur fyrir janúar sem leiddu í ljós að atvinnuleysi minnkaði lítillega í mánuðinum. Vakti það athygli þar sem atvinnuleysi eykst yfirleitt í janúar vegna árstíðabundinna þátta. Fækkun atvinnuleitenda nú var helst rakin til þess að tvö úrræði Vinnumálastofnunar runnu út um áramótin. Var þar annars vegar um að ræða úrræði sem miðaði að því að koma atvinnuleitendum í nám og hins vegar úrræði sem var ætlað til þess að styðja við fólk með skert starfshlutfall. Gissur segir það ljóst að úrræðin hafi skilað tilætluðum árangri. „Námsúrrræðið lukkaðist mjög vel. Þetta eru um þúsund einstaklingar sem fóru af atvinnuleysisskrá nú um áramótin sem hafa þá haldið áfram í námi eftir fyrsta misserið. Komið hefur í ljós að brottfall meðal þessara nemenda hefur verið miklu minna en hjá öðrum nemendum,“ segir Gissur og bætir við að hitt úrræðið hafi einnig skilað talsverðum árangri. Það hafi þó alltaf verið hugsað til bráðabirgða og nú hafi það verið metið sem svo að tími væri kominn til að leyfa því að renna út. Loks segir Gissur að þó aukinn kraftur hafi verið að færast í vinnumarkaðinn á síðustu mánuðum sé tími sérstakra úrræða fyrir atvinnuleitendur ekki liðinn. Enn hafi rúmlega fimm þúsund manns verið án atvinnu í meira en tólf mánuði og forgangsatriði sé að koma til móts við þennan hóp. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Vinnumálastofnun og velferðarráðuneyti í samstarfi við Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ og Reykjanesbæ kynntu fyrir helgi nýtt vinnumarkaðsúrræði sem er beint að ungu fólki á bótum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir mikilvægt að koma til móts við þetta fólk sem hafi í mörgum tilfellum aldrei hlotið reynslu af vinnumarkaði. „Við viljum ná til þessa hóps og sjá til þess að þetta verði virkir einstaklingar á vinnumarkaði,“ segir Gissur og heldur áfram: „Við teljum mikilvægt að koma þessu fólki í vinnu eða starfsþjálfun svo þetta verði ekki bara framtíðarskjólstæðingar velferðarkerfisins.“ Svokallað atvinnutorg fyrir atvinnuleitendur á aldrinum 16 til 25 ára var opnað í gær. Þangað getur ungt fólk í atvinnuleit leitað og fengið einstaklingsmiðaða ráðgjöf við atvinnuleitina. Þá munu svið, stofnanir og fyrirtæki sveitarfélaganna bjóða ungmennum til sín í starfsþjálfun eða þá í tímabundin störf sem gefa eiga þeim tækifæri til að öðlast starfsreynslu. Vinnumálastofnun birti á þriðjudag atvinnuleysistölur fyrir janúar sem leiddu í ljós að atvinnuleysi minnkaði lítillega í mánuðinum. Vakti það athygli þar sem atvinnuleysi eykst yfirleitt í janúar vegna árstíðabundinna þátta. Fækkun atvinnuleitenda nú var helst rakin til þess að tvö úrræði Vinnumálastofnunar runnu út um áramótin. Var þar annars vegar um að ræða úrræði sem miðaði að því að koma atvinnuleitendum í nám og hins vegar úrræði sem var ætlað til þess að styðja við fólk með skert starfshlutfall. Gissur segir það ljóst að úrræðin hafi skilað tilætluðum árangri. „Námsúrrræðið lukkaðist mjög vel. Þetta eru um þúsund einstaklingar sem fóru af atvinnuleysisskrá nú um áramótin sem hafa þá haldið áfram í námi eftir fyrsta misserið. Komið hefur í ljós að brottfall meðal þessara nemenda hefur verið miklu minna en hjá öðrum nemendum,“ segir Gissur og bætir við að hitt úrræðið hafi einnig skilað talsverðum árangri. Það hafi þó alltaf verið hugsað til bráðabirgða og nú hafi það verið metið sem svo að tími væri kominn til að leyfa því að renna út. Loks segir Gissur að þó aukinn kraftur hafi verið að færast í vinnumarkaðinn á síðustu mánuðum sé tími sérstakra úrræða fyrir atvinnuleitendur ekki liðinn. Enn hafi rúmlega fimm þúsund manns verið án atvinnu í meira en tólf mánuði og forgangsatriði sé að koma til móts við þennan hóp. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira