Leikurinn sem allir óttast Kjartan Guðmundsson skrifar 28. janúar 2012 09:00 Luis Suárez og Patrice Evra í leiknum afdrifaríka í október. Í kjölfarið var sá fyrrnefndi dæmdur í átta leikja bann. Mynd/AFP Við vinnum náið með báðum félögum, lögreglunni í Manchester og stuðningsmannasamtökunum í aðdraganda leiksins, meðan á honum stendur og að honum loknum. Ef athygli okkar verður vakin á óviðeigandi ummælum eða hegðun meðal áhorfenda verður tekið á því af festu," segir í yfirlýsingu sem lögreglan á Merseyside-svæðinu, varnarþingi Liverpool, sendi frá sér í vikunni vegna viðureignar Liverpool og erkifjendanna í Manchester United í ensku bikarkeppninni sem fram fer í dag. Leikir þessara tveggja sigursælustu liða í sögu enskrar knattspyrnu hafa áratugum saman verið þrungnir spennu. Utanaðkomandi aðstæður valda því þó að margir hræðast óvenju mikið að upp úr sjóði milli aðdáenda liðanna tveggja í dag með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Yfirlýsing Merseyside-lögreglunnar ber þessum titringi berlega vitni. Suárez dæmdur í bannForsagan er sú að 20. desember síðastliðinn var Luis Suárez, framherji Liverpool frá Úrúgvæ, dæmdur í átta leikja bann og 40.000 punda sekt af enska knattspyrnusambandinu fyrir að viðhafa móðgandi orðbragð í garð Patrice Evra, hins franska varnarmanns Manchester United, í leik liðanna í ensku deildinni á Anfield, heimavelli Liverpool, í október. Eftir leikinn kærði Evra Suárez fyrir að hafa beitt sig kynþáttaníði. Suárez neitaði ásökununum og bæði félögin studdu sína leikmenn í hvívetna. Knattspyrnusambandið skipaði nefnd sem gerði rannsókn á atvikinu og voru niðurstöður hennar, sem birtar voru í 115 síðna langri skýrslu, á þá leið að Suárez hefði gerst brotlegur við reglur sambandsins. Í grófum dráttum gekk vörn Suárez út á að orðið negro, sem Suárez var dæmdur fyrir að nota um Evra, gæti haft allt aðra og jákvæðari merkingu í Suður-Ameríku en í Evrópu. Þessu hafnaði rannsóknarnefndin og tók jafnframt fram að Frakkinn hefði verið áreiðanlegt vitni, öfugt við Úrúgvæjann. Stjórnendur Liverpool ákváðu að áfrýja ekki úrskurði nefndarinnar en ítrekuðu trú sína á sakleysi Suárez og héldu því fram að í raun og veru hefði ekkert saknæmt sannast á leikmanninn. Í sama streng tóku ýmsir sem rýndu í skýrsluna og sögðu hana einungis réttlætingu á fyrirframgefinni niðurstöðu. Aðrir fögnuðu banninu á Suárez og sögðu það lið í þeirri viðleitni að losa knattspyrnuna við allt sem flokkast getur undir kynþáttaníð fyrir fullt og allt. Umtal í kringum LiverpoolTom Adeyemi.Mynd/AFPSjálft bannið á Suárez er þó einungis hluti af titringnum sem einkennt hefur atburðarásina. Skömmu áður en dómurinn á hendur Suárez féll hituðu leikmenn Liverpool upp fyrir deildarleik gegn Wigan í stuttermabolum með mynd af leikmanninum á, til að sýna honum stuðning. Meðal þeirra sem klæddust téðum stuttermabolum var Glen Johnson, þeldökkur varnarmaður liðsins, og hlaut hann bágt fyrir hjá mörgum vegna þessa. Sjálfur sagðist Johnson hafa sínar ástæður fyrir því að styðja Suárez, en þetta uppátæki leikmannanna mæltist víða illa fyrir og ekki síst hjá bresku pressunni. Ekki skánaði svo umtalið í kringum Liverpool eftir bikarleik gegn Oldham í byrjun janúar. Þá brast Tom Adeyemi, hinn tvítugi miðjumaður Oldham, í grát eftir að svo virtist sem einn áhorfandi eða fleiri í Liverpool-stúkunni hefðu verið með kynþáttafordóma gagnvart leikmanninum. Einn var handtekinn vegna málsins, en það mun enn vera í rannsókn. Allt á suðupunktiÞegar rígurinn milli stuðningsfólks félaganna tveggja er tekinn með í reikninginn verður því að teljast ansi líklegt að allt verði á suðupunkti í leiknum í dag. Þá bætist við sú staðreynd að stuðningsmenn síðarnefnda liðsins verða rúmlega helmingi fleiri á Anfield en vanalegt er vegna reglna ensku bikarkeppninnar, sem eykur líkurnar á vandræðum talsvert. Luis Suárez er enn í leikbanni en Patrice Evra mun vera leikfær og líklegur til að vera í byrjunarliðinu. Forsvarsmenn Liverpool og Manchester United hafa fundað sín á milli og biðlað til aðdáenda sinna að sýna stillingu. Knattspyrnunnar vegna hljóta vonir allra að standa til þess að þeim verði að ósk sinni. Tengdar fréttir Allra augu beinast að þessum leik Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður, hugmyndasmiður og ritari Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi, sér ekki fyrir sér nein risavandamál tengd stórleiknum á Anfield í dag. 28. janúar 2012 10:00 Fæstir að hugsa um fótboltann Aldrei þessu vant eru fæstir að hugsa um sjálfan fótboltann í þessum leik. Ég hef orðið mjög var við það hjá stuðningsfólki beggja liða,“ segir Kristján Atli Ragnarsson, ritstjóri á Kop.is, íslenskri stuðningsvefsíðu Liverpool. 28. janúar 2012 10:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Við vinnum náið með báðum félögum, lögreglunni í Manchester og stuðningsmannasamtökunum í aðdraganda leiksins, meðan á honum stendur og að honum loknum. Ef athygli okkar verður vakin á óviðeigandi ummælum eða hegðun meðal áhorfenda verður tekið á því af festu," segir í yfirlýsingu sem lögreglan á Merseyside-svæðinu, varnarþingi Liverpool, sendi frá sér í vikunni vegna viðureignar Liverpool og erkifjendanna í Manchester United í ensku bikarkeppninni sem fram fer í dag. Leikir þessara tveggja sigursælustu liða í sögu enskrar knattspyrnu hafa áratugum saman verið þrungnir spennu. Utanaðkomandi aðstæður valda því þó að margir hræðast óvenju mikið að upp úr sjóði milli aðdáenda liðanna tveggja í dag með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Yfirlýsing Merseyside-lögreglunnar ber þessum titringi berlega vitni. Suárez dæmdur í bannForsagan er sú að 20. desember síðastliðinn var Luis Suárez, framherji Liverpool frá Úrúgvæ, dæmdur í átta leikja bann og 40.000 punda sekt af enska knattspyrnusambandinu fyrir að viðhafa móðgandi orðbragð í garð Patrice Evra, hins franska varnarmanns Manchester United, í leik liðanna í ensku deildinni á Anfield, heimavelli Liverpool, í október. Eftir leikinn kærði Evra Suárez fyrir að hafa beitt sig kynþáttaníði. Suárez neitaði ásökununum og bæði félögin studdu sína leikmenn í hvívetna. Knattspyrnusambandið skipaði nefnd sem gerði rannsókn á atvikinu og voru niðurstöður hennar, sem birtar voru í 115 síðna langri skýrslu, á þá leið að Suárez hefði gerst brotlegur við reglur sambandsins. Í grófum dráttum gekk vörn Suárez út á að orðið negro, sem Suárez var dæmdur fyrir að nota um Evra, gæti haft allt aðra og jákvæðari merkingu í Suður-Ameríku en í Evrópu. Þessu hafnaði rannsóknarnefndin og tók jafnframt fram að Frakkinn hefði verið áreiðanlegt vitni, öfugt við Úrúgvæjann. Stjórnendur Liverpool ákváðu að áfrýja ekki úrskurði nefndarinnar en ítrekuðu trú sína á sakleysi Suárez og héldu því fram að í raun og veru hefði ekkert saknæmt sannast á leikmanninn. Í sama streng tóku ýmsir sem rýndu í skýrsluna og sögðu hana einungis réttlætingu á fyrirframgefinni niðurstöðu. Aðrir fögnuðu banninu á Suárez og sögðu það lið í þeirri viðleitni að losa knattspyrnuna við allt sem flokkast getur undir kynþáttaníð fyrir fullt og allt. Umtal í kringum LiverpoolTom Adeyemi.Mynd/AFPSjálft bannið á Suárez er þó einungis hluti af titringnum sem einkennt hefur atburðarásina. Skömmu áður en dómurinn á hendur Suárez féll hituðu leikmenn Liverpool upp fyrir deildarleik gegn Wigan í stuttermabolum með mynd af leikmanninum á, til að sýna honum stuðning. Meðal þeirra sem klæddust téðum stuttermabolum var Glen Johnson, þeldökkur varnarmaður liðsins, og hlaut hann bágt fyrir hjá mörgum vegna þessa. Sjálfur sagðist Johnson hafa sínar ástæður fyrir því að styðja Suárez, en þetta uppátæki leikmannanna mæltist víða illa fyrir og ekki síst hjá bresku pressunni. Ekki skánaði svo umtalið í kringum Liverpool eftir bikarleik gegn Oldham í byrjun janúar. Þá brast Tom Adeyemi, hinn tvítugi miðjumaður Oldham, í grát eftir að svo virtist sem einn áhorfandi eða fleiri í Liverpool-stúkunni hefðu verið með kynþáttafordóma gagnvart leikmanninum. Einn var handtekinn vegna málsins, en það mun enn vera í rannsókn. Allt á suðupunktiÞegar rígurinn milli stuðningsfólks félaganna tveggja er tekinn með í reikninginn verður því að teljast ansi líklegt að allt verði á suðupunkti í leiknum í dag. Þá bætist við sú staðreynd að stuðningsmenn síðarnefnda liðsins verða rúmlega helmingi fleiri á Anfield en vanalegt er vegna reglna ensku bikarkeppninnar, sem eykur líkurnar á vandræðum talsvert. Luis Suárez er enn í leikbanni en Patrice Evra mun vera leikfær og líklegur til að vera í byrjunarliðinu. Forsvarsmenn Liverpool og Manchester United hafa fundað sín á milli og biðlað til aðdáenda sinna að sýna stillingu. Knattspyrnunnar vegna hljóta vonir allra að standa til þess að þeim verði að ósk sinni.
Tengdar fréttir Allra augu beinast að þessum leik Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður, hugmyndasmiður og ritari Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi, sér ekki fyrir sér nein risavandamál tengd stórleiknum á Anfield í dag. 28. janúar 2012 10:00 Fæstir að hugsa um fótboltann Aldrei þessu vant eru fæstir að hugsa um sjálfan fótboltann í þessum leik. Ég hef orðið mjög var við það hjá stuðningsfólki beggja liða,“ segir Kristján Atli Ragnarsson, ritstjóri á Kop.is, íslenskri stuðningsvefsíðu Liverpool. 28. janúar 2012 10:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Allra augu beinast að þessum leik Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður, hugmyndasmiður og ritari Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi, sér ekki fyrir sér nein risavandamál tengd stórleiknum á Anfield í dag. 28. janúar 2012 10:00
Fæstir að hugsa um fótboltann Aldrei þessu vant eru fæstir að hugsa um sjálfan fótboltann í þessum leik. Ég hef orðið mjög var við það hjá stuðningsfólki beggja liða,“ segir Kristján Atli Ragnarsson, ritstjóri á Kop.is, íslenskri stuðningsvefsíðu Liverpool. 28. janúar 2012 10:30