Ekki er uppselt á tónleika poppstjörnunnar Lady Gaga í Ósló í kvöld. Um 25 þúsund miðar eru í boði en norskir tónlistarspekingar segja tónleikahaldara hafa ofmetið áhuga Norðmanna á söngkonunni.
Þetta eru aðrir tónleikar Lady Gaga í Ósló en fyrir tveimur árum seldist upp á tónleika hennar á nokkrum klukkutímum. Þrátt fyrir lítinn áhuga á sjálfum tónleikunum vekja ferðir Lady Gaga í Ósló athygli og pressan fylgist vel með ferðum hennar. Þá gaf hún meðal annars aðdáanda sínum á flugvellinum 200 krónur norskar og sagði honum að kaupa sér pitsu.
Lítill áhugi á Lady Gaga
