Þráspurt um hæfi rannsakenda Stígur Helgason skrifar 6. desember 2012 11:10 Sakborningar málsins, þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason, með verjendum sínum. Mynd/ GVA. Verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu hafa kallað fjóra starfsmenn sérstaks saksóknara fyrir dóminn sem vitni í morgun og þráspurt þá um rannsókn málsins, augljóslega í því skyni að finna á henni höggstað. Á meðal þeirra sem hafa komið fyrir dóminn er Björn L. Bergsson, sem um tíma gegndi stöðu setts ríkissaksóknara í málum sem heyrðu undir sérstakan saksóknara, eftir að Valtýr Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknari, lýsti sig vanhæfan í málum tengdum bankahruninu. Björn kom að athugun á vegum sérstaks saksóknara á því hvort störf tveggja aðalrannsakenda Vafningsmálsins fyrir þrotabú Milestone hefðu spillt sakamálinu. Hann, eins og aðrir sem könnuðu þetta fyrir saksóknara, voru spurðir ítarlega um málið af verjendunum tveimur. Símon Sigvaldason héraðdómari stöðvaði spurningaflóð Þórðar Bogasonar, verjanda Guðmundar Hjaltasonar, í miðju kafi með þeim orðum að spurningarnar væru ómarkvissar og bað hann að stytta mál sitt. Þórði var síðan leyft að halda áfram. Það var samdóma mat þeirra sem könnuðu hæfi rannsakendanna tveggja, Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, að störf þeirra fyrir þrotabúið hefðu ekki spillt rannsókn Vafningsmálsins. Jón Óttar gaf skýrslu fyrir dómi á þriðjudag og gengu verjendur afskaplega hart að honum í langan tíma - of langan tíma að mati dómaranna. Guðmundur Haukur gefur skýrslu síðar í dag og hafa verjendur boðað að þeir muni spyrja hann með sama hætti. Vafningsmálið Dómsmál Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu hafa kallað fjóra starfsmenn sérstaks saksóknara fyrir dóminn sem vitni í morgun og þráspurt þá um rannsókn málsins, augljóslega í því skyni að finna á henni höggstað. Á meðal þeirra sem hafa komið fyrir dóminn er Björn L. Bergsson, sem um tíma gegndi stöðu setts ríkissaksóknara í málum sem heyrðu undir sérstakan saksóknara, eftir að Valtýr Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknari, lýsti sig vanhæfan í málum tengdum bankahruninu. Björn kom að athugun á vegum sérstaks saksóknara á því hvort störf tveggja aðalrannsakenda Vafningsmálsins fyrir þrotabú Milestone hefðu spillt sakamálinu. Hann, eins og aðrir sem könnuðu þetta fyrir saksóknara, voru spurðir ítarlega um málið af verjendunum tveimur. Símon Sigvaldason héraðdómari stöðvaði spurningaflóð Þórðar Bogasonar, verjanda Guðmundar Hjaltasonar, í miðju kafi með þeim orðum að spurningarnar væru ómarkvissar og bað hann að stytta mál sitt. Þórði var síðan leyft að halda áfram. Það var samdóma mat þeirra sem könnuðu hæfi rannsakendanna tveggja, Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, að störf þeirra fyrir þrotabúið hefðu ekki spillt rannsókn Vafningsmálsins. Jón Óttar gaf skýrslu fyrir dómi á þriðjudag og gengu verjendur afskaplega hart að honum í langan tíma - of langan tíma að mati dómaranna. Guðmundur Haukur gefur skýrslu síðar í dag og hafa verjendur boðað að þeir muni spyrja hann með sama hætti.
Vafningsmálið Dómsmál Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira