Lærir leikstjórn í New York 11. apríl 2012 12:00 Jörundur Ragnarsson leikari er kominn inn í meistaranám í kvikmyndaleikstjórn og handritagerð í Columbia-háskólanum í New York og fer út í haust. „Þetta verður nýtt og spennandi ævintýri fyrir okkur," segir Jörundur Ragnarsson leikari en hann hefur fengið inngöngu í Columbia-háskólann í New York og heldur utan í haust. Jörundur, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Vakta-seríunum og nú síðast Heimsendi, ætlar í meistaranám í kvikmyndaleikstjórn og handritagerð, en hann hefur lengi langað til að spreyta sig fyrir aftan linsuna. „Ég fékk nasaþefinn af þessu ferli í vinnu minni með Ragnari Bragasyni og höfundahópnum. Það var frábær reynsla að taka þátt í að móta hugmynd frá grunni og jafnt og þétt jókst áhugi minn á fleiri sviðum kvikmyndagerðar," segir Jörundur en námið er lágmark þrjú ár. Nám við kvikmyndadeild Columbia-háskólans er mjög eftirsótt og segir Jörundur að einungis sex prósent umsækjenda hafi fengið inngöngu. Leikstjórarnir Ísold Uggadóttir og Hafsteinn Sigurðsson hafa bæði lokið þessu námi við skólann. Jörundur var kallaður í viðtal í febrúar og fór það fram á Skype sem að hans sögn gekk ekki alveg að óskum. „Ég fékk vitlausar upplýsingar um tímamismuninn og var því hálf óundirbúinn fyrir framan tölvuna í viðtalinu. Það bætti ekki á stressið og ég var viss um að ég væri búinn að klúðra þessu," segir Jörundur sem fékk svo þær gleðifregnir fyrir stuttu að hann hefði komist inn. Jörundur er í sambúð með leikkonunni Dóru Jóhannsdóttur og saman eiga þau einn son. Jörundur á von á því að mæðginin fari út til hans í lok árs. „Stærsti þröskuldurinn er að fjármagna námið en það er dýrt að læra í Bandaríkjunum. Ég er samt vongóður og bjartsýnn og hlakka til að prófa að búa í New York þar sem skapandi orka blómstrar." -áp Lífið Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta verður nýtt og spennandi ævintýri fyrir okkur," segir Jörundur Ragnarsson leikari en hann hefur fengið inngöngu í Columbia-háskólann í New York og heldur utan í haust. Jörundur, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Vakta-seríunum og nú síðast Heimsendi, ætlar í meistaranám í kvikmyndaleikstjórn og handritagerð, en hann hefur lengi langað til að spreyta sig fyrir aftan linsuna. „Ég fékk nasaþefinn af þessu ferli í vinnu minni með Ragnari Bragasyni og höfundahópnum. Það var frábær reynsla að taka þátt í að móta hugmynd frá grunni og jafnt og þétt jókst áhugi minn á fleiri sviðum kvikmyndagerðar," segir Jörundur en námið er lágmark þrjú ár. Nám við kvikmyndadeild Columbia-háskólans er mjög eftirsótt og segir Jörundur að einungis sex prósent umsækjenda hafi fengið inngöngu. Leikstjórarnir Ísold Uggadóttir og Hafsteinn Sigurðsson hafa bæði lokið þessu námi við skólann. Jörundur var kallaður í viðtal í febrúar og fór það fram á Skype sem að hans sögn gekk ekki alveg að óskum. „Ég fékk vitlausar upplýsingar um tímamismuninn og var því hálf óundirbúinn fyrir framan tölvuna í viðtalinu. Það bætti ekki á stressið og ég var viss um að ég væri búinn að klúðra þessu," segir Jörundur sem fékk svo þær gleðifregnir fyrir stuttu að hann hefði komist inn. Jörundur er í sambúð með leikkonunni Dóru Jóhannsdóttur og saman eiga þau einn son. Jörundur á von á því að mæðginin fari út til hans í lok árs. „Stærsti þröskuldurinn er að fjármagna námið en það er dýrt að læra í Bandaríkjunum. Ég er samt vongóður og bjartsýnn og hlakka til að prófa að búa í New York þar sem skapandi orka blómstrar." -áp
Lífið Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira